Mikið að gera í ferðaþjónustu á Ísafirði í sumar: „Íslendingar skemmtilegastir því þeir éta og drekka allan daginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hafþór Gunnarsson skrifa 31. júlí 2020 21:30 Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Ferðamenn hafa streymt til Ísafjarðar í sumar þar sem mikið hefur verið að gera í ferðaþjónustunni. Hótelstjóri segir gaman að fá Íslendinga vestur þar sem þeir bæði drekki og borði mikið. Sumarið fór betur en á horfðist á Ísafirði en þar hefur aðsókn í ferðaþjónustunni verið mikil. „Við bjuggumst ekki við að hún yrði svona góð. Það var kannski svolítil svartsýni þarna í mars og apríl,“ sagði Díana Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnusviðs Vestfjarðarstofu. „Það er búið að ganga miklu miklu betur en maður þorði að vona þegar maður gerði áætlanir í maí og seinni hluti júní og júlí hefur Ísafjörður nánast verið uppseldur þannig bæði í mat og gistingu þannig að það hefur verið ánægjulegt,“ sagði Daníel Jakobsson, hótelstjóri á Hótel Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur.Vísir/Egill Íslendingar hafa verið um 70% gesta á hótelinu í júlí. „Íslendingurinn er náttúrulega lang skemmtilegasti viðskiptavinurinn hann spjallar mikið og svo spillir það ekki fyrir að hann étur og drekkur allan daginn þannig að við erum ákaflega ánægð að fá Íslendinginn í heimsókn,“ sagði Daníel. Tjöruhúsið þurfti meðal annars að bæta við starfsfólki vegna aðsóknar. „Já þess hefur þurft en svo þarf ég að reka þá núna,“ sagði Magnús Hauksson, kokkur á Tjöruhúsinu. Fólk hræðist þó að Íslendingar hætti að ferðast um landið um miðjan ágúst. „Sérstaklega um svona miðjan ágúst þegar skólarnir byrja þá fara allir Íslendingar heim aftur en það er búinn að vera gríðarlegur fjöldi af fólki hérna,“ sagði Magnús. „Tjalsvæðið á Patreksfirði er fullt um verslunarmannahelgina og þeir eru að vísa á önnur tjaldsvæði á svæðinu þannig að við búumst við að það verði eitthvað út ágúst vonandi,“ sagði Díana. Ferðamaður sem vanur er að dvelja á svæðinu sagði að veitingastaðir væru uppseldir á hverju kvöldi. „Það er nú bara svo erfitt að komast hér að. Það var fullbókað í gær, biðlisti og líka fullbókað í dag þannig ég sit bara hér í rigningunni og borða. Þetta er ágætt, þetta verður bara svolítið blautur matur. Það er eina vandamálið,“ sagði Kristján H. Kristjánsson, ferðamaður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira