Innlent

Fámennt við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það var heldur fámennt í rigningunni við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag.
Það var heldur fámennt í rigningunni við óformlega setningu Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Stöð 2

Það var heldur fámennt við óformlega setningu þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum í dag. Venjulega væru þúsundir manna komnar til Eyja á föstudeginum fyrir þjóðhátíð en nú er fátt um gesti.

Lúðrasveit Vestmannaeyja var þó ekki á því að sleppa hefðbundnum lúðrablæstri í upphafi þjóðhátíðar í rigningunni í dag þótt formlega verði enginn hátíð haldin í bænum að þessu sinni. En Jarl Sigurgeirsson stjórnandi sveitarinnar segir ekki hægt að sleppa þjóðhátíð frekar en einum degi vikunnar.

„Þjóðhátíðin kemur og Þjóðhátíðin er eins og jólin, þetta er bara á sínum stað. En svo er bara misjafnt hversu vegleg hátíðarhöldin eru,“ sagði Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi lúðrasveitarinnar í dag. „Ég held að í hjörtum Eyjamanna sé alveg örugglega Þjóðhátíð byrjuð.“


Tengdar fréttir

Þegar brekkan söng saman lagið Á sama tíma á sama stað

Í ljósi atburða dagsins varðandi hertar aðgerðir yfirvaldi í tengslum við baráttuna við kórónuveiruna ákvað sveitin Stuðlabandið að gefa út myndband sem tekið var upp á Þjóðhátíð á síðasta ári.

Hátíðarhöld með breyttu sniði um verslunarmannahelgi

Hátíðarhöld um verslunarmannahelgi verða með breyttu sniði í ár vegna kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Þó verður ýmislegt um að vera um allt land en ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að stemma stigu við mögulegum smitum á hverjum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×