Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:21 Emmsjé Gauti birti umdeilda færslu á Twitter í gær. Vísir/Vilhelm Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“ Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira