Íslenski boltinn

Klara: Dagsetningin kom okkur í opna skjöldu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klara Bjartmarz er framkvæmdarstjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz er framkvæmdarstjóri KSÍ. mynd/skjáskot

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að dagsetningin sem ÍSÍ gaf út í dag; að hlé yrði gerð á æfingu og keppni 13. ágúst, sé ekki sú sem vonast var eftir en segir að heilsa landans sé í fyrsta sæti.

Eins og áður segir gaf ÍSÍ frá sér tilmæli þar sem mælst er til að hlé verði gert á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi.

„Þessi dagsetning kemur okkur í opna skjöldu,“ sagði Klara. „Enn og aftur erum við að fara yfir hvað er í stöðunni og gerum það strax eftir helgi, hvaða möguleikar eru í boði bæði varðar æfingar og keppni.“

„Það er stutt í Evrópukeppni félagsliða og þar setja ferðatakmarkanir strik í reikninginn. Auðvitað er heilsa landsmanna í fyrsta sæti en það eru nú breyttar forsendur.“

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, hefur haft nóg að gera þetta sumarið, líkt og hin sem hann hefur verið í starfi, en Klara vonast til að hann sé ekki byrjaður að teikna sviðsmyndir.

„Ég vona að hann sé ekki byrjaður. Við þurfum að sjá aðeins hvernig þetta þróast. Við vonuðumst til að þetta myndi lagast en þetta fer versnandi,“ sagði Klara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×