Telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir aðra hópsýkinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 14:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissini, Ölmu Möller og Óskari Reykdalssyni á fundi dagsins. Vísir/Arnar Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir aðra þeirra tveggja hópsýkinga kórónuveirunnar sem komið hafa upp hér á landi á síðustu dögum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Sú hópsýking sem Þórólfur vísar til er sú minni. Hann segir að líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir þá sýkingu með svokallaðri sýnatöku tvö, þar sem einstaklingar sem koma hingað til lands og ætla sér að dvelja hér lengur en í tíu daga fara í skimun fjórum til sex dögum eftir komuna til landsins, að undangenginni skimun við komuna til landsins. Umrætt verklag, sýnataka tvö, hefur verið tekið upp frá og með hádegi í dag. Þórólfur segir ómögulegt að segja hvort slíkt fyrirkomulag hefði komið í veg fyrir hina hópsýkinguna, þar sem hún hefur ekki verið rakin til fulls. Uppruni sýkingarinnar sé því óljós. „Það er spurning hvort við munum nokkurn tímann komast almennilega að því og þannig er ekki hægt að fullyrða að sýnataka tvö hefði komið í veg fyrir hópsýkingu.“ Sýkingavarnir hafi brugðist hjá okkur öllum Þórólfur segir þá að sýkingavarnir hér innanlands hafi brugðist á ákveðinn máta. „Útbreiðslan hefur verið töluvert mikil. Eins og við höfum bent á verður ekki útbreiðsla á veirusýkingum ef við gætum að okkar sýkingavörnum og við höfum bent á það undanfarið að það er ljóst að verulega hefur verið slakað á í þessum efnum, af okkur öllum, og það er það sem við þurfum að skerpa á.“ Þórólfur segir það vera sér ljóst að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til séu mörgum afar íþyngjandi. Í kjölfar hertra samkomutakmarkana hefur mörgum viðburðum verslunarmannahelgarinnar verið aflýst og rekstraraðilar á ýmsum sviðum sjá fram á högg í rekstri sínum, líkt og í vor. Þórólfur segir aðgerðirnar þó nauðsynlegar. „Þær eru algjörlega nauðsynlegar til þess að forða okkur frá útbreiddum faraldri og alvarlegum afleiðingum hans.“ Mögulega þurfi að bregðast harðar við Sóttvarnalæknir segir þá að viðbúið sé að enn harðar þurfi að bregðast við, skili núverandi fyrirkomulag ekki tilætluðum árangri. „Ég held að það sé rétt að benda á það að það tekur eina til tvær vikur að sjá árangurinn af þeim aðgerðum sem við grípum til, nákvæmlega eins og við töluðum um fyrr í vetur og það er ljóst að ef við sjáum ekki árangur af þessum aðgerðum þurfum við að vera tilbúin að grípa til harðari aðgerða og ef þetta gengur mjög vel að slaka tá tiltölulega fljótt á þessum aðgerðum.“ Þórólfur segir aðgerðirnar sem tóku gildi á hádegi miði ekki endilega að því að halda Íslandi „veirufríu,“ heldur að lágmarka dreifingu veirunnar innanlands og lágmarka skaðann sem af útbreiðslunni getur hlotist. „Þar eru einstaklingsbundnar sýkingavarnir mikilvægastar og það er rétt að þau tilmæli sem gripið hefur verið til núna taka einmitt á þessu.“ Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi Klippa: Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira