Erfitt að elta góða veðrið um verslunarmannahelgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2020 12:11 Helgin verður nánast sólarlaus og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum. VÍSIR Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson. Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Erfitt verður að elta góða veðrið um helgina. Djúp lægð nálgast landið úr suðri og verður hún viðloðandi alla helgina. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Austurlandi fram á kvöld. Lægðinni fylgir stíf austan- og norðaustanátt en hvassvirði eða stormur er við suðausturströndina fram eftir degi. Um helgina verður blautt í öllum landshlutum og nokkuð vindasamt einkum í dag. Appelsínugul stormviðvörun var í gildi á Suðausturlandi vegna hvassviðris fram til hádegis en nú hefur tekið við gul viðvörun á Suður- og Austurlandi sem gildir fram á kvöld. „Og svo er einnig viðvörun vegna mikillar rigningar á Austfjörðun sem sömuleiðis er í gildi í dag og það rignir einnig talsvert eða mikið á Suðausturlandi þannig að við erum að vara við því í dag,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum á Austfjörðum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum sem getur valdið tjóni. Er fólk beðið um að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Hvassast verður undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli í dag, þar verður vindhraði um 15 til 20 metrar á sekúndu og geta vindhviður náð 30 metrum á sekúndu. Þar geta jafnframt skapast hættuleg akstursskilyrði fyrir ökutæki á ferðinni, sérstaklega þau sem draga aftanívagna. Veðrir mun þó skána á landinu á morgun, hægari vindur og lítilsháttar væta nema suðaustantil á landinu. Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast Norðan- og Vestanlands. „Það er náttúrulega ekkert sérstakt veður á Suðuausturlandi og austfjörðum í dag en það skánar á morgun og verður mjög svipað veður á laugardag til mánudags. Frekar breytilegur vindur og ekkert mjög hvasst. Eiginlega sólarlaust og einhver væta í flestum landshlutum ef ekki öllum,“ Þorsteinn V. Jónsson.
Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira