„Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 09:15 Jón Bjarni rekur barinn Dillon í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Samsett „Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
„Þetta þýðir náttúrlega bara að við förum aftur í sama pakka og við vorum í mars,“ segir Jón Bjarni Steinsson, eigandi barsins Dillon, um hertar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins, sem tilkynnt var um í gær. Hann segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að hinar hertu takmarkanir séu mikið högg fyrir skemmtistaðageirann. Þá þætti honum gott ef stjórnvöld settu sig í samband við rekstraraðila. „Það var búið að gera áætlanir sem miðuðust við það að það ætti að fara að lengja opnunartímann en ekki far í harðari aðgerðir. Þetta er náttúrulega bara högg. Nú er sumarið að verða búið og sumarið er náttúrulega tíminn þar sem margir í þessum rekstri safna pening til að fara í gegn um veturinn. Það hefur náttúrulega engin söfnun átt sér stað í ár,“ segir Jón Bjarni. Hann segir söluna sem á sér stað yfir fjögurra mánaða tímabil, það er sumarið, vera um 50 til 60 prósent af heildarsölu sinni yfir árið. Hann segir málið þungt fyrir alla sem koma að rekstri bara og skemmtistaða. Allir séu í vandræðum og engum í þessum geira líði vel með fréttir gærdagsins. „Ég held bara að stjórnvöld þurfi að fara að taka einhverja ákvörðun um það hvort þau ætli að hjálpa mönnum að lifa þetta af eða ekki. Það þarf bara að fara í einhverjar aðgerðir ef það á að gera það.“ Hann segir óvissuna sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað hafa mikil áhrif og hún geri stöðuna frábrugðna því sem væri ef um væri að ræða „kreppu þar sem bankarnir hefðu farið á hausinn.“ „Þú kannski ferð í bankann og tekur lán eða veðsetur íbúðina þína og kemur með smá pening til að hjálpa rekstrinum, en þú getur það ekkert núna,“ segir Jón Bjarni og bætir við að staðan gæti breyst hratt eða haldist óbreytt í lengri tíma. Skattkerfið einfaldasta leiðin Hvað varðar aðstoð ríkisins við rekstraraðila skemmtistaða og hvernig henni yrði mögulega háttað segist Jón Bjarni telja að einfaldast væri að nota skattkerfið. „Það væri til dæmis hægt að fella niður áfengisgjöld í einhvern tíma eða fresta greiðslum áfengisgjalda fyrir þá sem eru með vínveitingaleyfi þannig að þeir borga 2023 með einhverjum afborgunum. Það myndi muna helling, því áfengisgjöld eru nú stærsti hlutinn af innkaupum staðanna. Það myndi hjálpa helling. Svo þarf bara að skoða frestanir á skattgreiðslum eða skattainneignir í staðinn fyrir einhverja styrki.“ Hann segir að ríkisstjórnin þurfi einfaldlega að ákveða hvort eigi að koma rekstraraðilum til aðstoðar eða ekki. Þá segir hann það myndi muna miklu fyrir reksturinn ef slakað yrði aftur á núverandi samkomutakmörkunum að tveimur vikum loknum, svo hægt væri að halda rekstrinum nokkuð eðlilegum í seinni hluta ágústmánaðar. Þá er Jón Bjarni með skilaboð til stjórnvalda: „Það væri rosalega gott ef það væri talað við okkur, það er ekki gert. Það hefur enginn talað við mig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent „Við getum fengið Boga Ágústs til að gera og segja hvað sem er“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Djúpstæður metnaður til að skapa fjölskylduvænt umhverfi Viðskipti Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent