„Fá skot eftir í byssunni“ ef bakslagið dregst á langinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 09:01 Ferðamennskan hefur aðeins glæðst í sumar, en er þó enn ekki í líkingu við það sem hún hefur verið undanfarin ár. vísir/vilhelm Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan. Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Stjórnvöld, fyrirtæki og heimilin eiga fá „skot eftir í byssunni“ til að bregðast við efnahagsáföllum, fari svo að bakslag Íslendinga í baráttunni við kórónuveiruna vari lengi. Erfitt er jafnframt að sjá að viðsnúningurinn verði jafn kröftugur og hann var í vor ef það tekur tíma að bæla kórónuveiruna niður aftur. Þetta er mat Konráðs S. Guðjónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, sem ræddi heilsu hagkerfsins á Bítinu í morgun áður en hertar aðgerðir gegn kórónuveirunni taka gildi á hádegi. Hann segir að efnahagslega staðan hafi farið að líta ágætlega út með hækkandi sól. Ferðalög innanlands hafi aukist, neysla heimilanna hafi verið mikil „og það virtist ekki vera eins mikið högg á fjárfestingu og leit út í fyrstu,“ segir Konráð. Óvissan hafi þó áfram verið mikil og möguleikinn á bakslagi alltaf fyrir hendi. Það sé því ómögulegt að segja hvenær áhrif faraldursins á líf landsmanna verða lítil sem enginn, hvort sem það verður með tilkomu bóluefnis eða leiða til þess að lifa með veirunni. Að sama skapi sé erfitt að segja til um hversu lengi hin nýju, hertu höft munu vara en staðan verður endurmetin að tveimur viknum liðnum. Konráð telur því allt eins líklegt að þeim verði aflétt, það sé þó áhyggjuefni ef það mun taka langan tíma að kveða niður veiruna aftur og að harðar takmarkanir séu komnar til að vera. „Það eru fá skot eftir í byssunni hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og heimilum til að bregðast við þessu,“ segir Konráð. Það hafi gengið ágætlega að bregðast við efnahagslega vanda vorsins en ætla má að það verði erfiðara núna. „Sem dæmi þá geturðu ekki lækkað vexti aftur um nokkur prósentustig þegar þeir eru eitt prósent. Það kemur að því að það eru takmörk,“ segir Konráð. Fyrst hafi verið gripið til auðveldari ráðstafana og þeirra sem lágu beinast við - „en þegar þú þarft að gera meira þá vandast kannski málið.“ Bankar og aðrir þurfa því að líkindum að búa sig undir aðlagast rekstrarumhverfi sem kann að vera erfitt í einhvern tíma, fari svo að bakslagið dragist á langinn. Erfitt að sjá jafn öflugan viðsnúning Konráð segir því ekki að neita að það hafi áhrif að bremsa hagkerfið af í tvær vikur eins og gert verður frá hádegi í dag. Fyrir höft dagsins stefndi þegar í að samdrátturinn í ár yrði sá versti á Íslandi í 100 ár. Aftur á móti séu efnahagsþrengingarnar núna ólíkar þeim sem landsmenn kynntust í hruninu 2008. „Þegar þú hættir samkomutakmörkunum og fólk fer aftur að lifa sínu eðlilega lífi þá ertu kominn mjög langa leið út úr þessari kreppu,“ segir Konráð. Hann spyr sig því hvernig þróunin verður núna, ef og þegar þessi nýjustu höft verða afnumin. „Fara heimilin og fyrirtækin jafn kröftulega af stað og síðast?“ spyr Konráð, sem segist þó eiga erfitt með að sjá fyrir sér að viðsnúningurinn verði jafn öflugur og hann var á vormánuðum ef þróunin verður neikvæð. „Það er áhyggjuefni eitt og sér, ég held að ansi margir þurfi nú að velta fyrir sér hvernig eigi að lifa með þessu þannig að við komumst ósködduð út úr þessu til lengri tíma,“ segir Konráð sem hlusta má á í spilaranum hér að ofan.
Bítið Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent