Vilja nota Xbox stýripinna í skriðdrekum Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2020 16:37 Getty/Sezgin Pancar Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum. Ísrael Microsoft Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ísraelskt fyrirtæki hefur smíðað frumgerð að nýjum skriðdreka sem stýra á með stýripinnum sem svipar verulega til hefðbundinna stýripinna Xbox leikjatölvanna. Upprunalega var skriðdrekinn framleiddur með hefðbundnum stýripinna eins og finnst í orrustuþotum en starfsmenn Israel Aerospace Industries unnu með táningum sem spila tölvuleiki að því hvernig betra væri að stýra skriðdrekanum og vopnabúnaði hans. Svarið var stýripinni Xbox. Skriðdreki þessi ber nafnið Carmel og er ein þriggja frumgerða sem er til skoðunar í leit herafla Ísrael að nýrri kynslóð skriðdreka ríkisins. Þær kynslóðir sem munu mögulega koma til með að stýra þessum skriðdrekum eru mun vanari stýripinnum eins og Xbox stýripinnunum í stað hinna hefðbundnu sem eru í raun áratugagömul tækni. Í samtali við Washington Post sagði ofurstinn Udi Tzur að ótrúlegt væri hve fljótt ungir hermenn næðu tökum á því að stýra frumgerðinni. Hann sagðist ekki hafa trúað því hve hratt það gerðist. Hann sagði það eingöngu til komið vegna þess að ungt fólk er þegar verulega vant stýripinnum sem þessum Umfjöllun WP um skriðdrekann hefst á því að séð utan frá virðist Carmel vera hefðbundinn skriðdreki. Þegar inn í hann er farið komi þó í ljós aðstæður sem svipi til herbergja táninga. Skriðdrekinn er þakinn skjám sem gera stjórnendum hans kleift að sjá umhverfi skriðdrekans í gegnum myndavélar sem eru víða á skrokki skriðdrekans. Hér má sjá myndband frá tæknikynningu síðasta sumar þar sem sjá má frumgerð Carmel, eins og hún var þá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tölvuleikir og hernaður fara saman með þessum hætti. Árið 2018 var sjónpípu kafbátsins USS Colorado breytt á þann hátt að Xbox stýripinni er nú notaður til að hækka og lækka hana. Árið 2014 var samskonar stýripinni notaður til að stýra geislavopni sem Boeing hefur þróað í tilraun. Þá kom nýverið upp umdeilt atvik þar sem tölvuleikjateymi hers Bandaríkjanna var að streyma á Twitch. Áhorfendur sem ræddu stríðsglæpi Bandaríkjanna voru bannaðir frá streyminu, sem var sömuleiðis notað til að reyna að laða unga tölvuleikjaspilara að hernum.
Ísrael Microsoft Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira