Innlent

Strætó mun banna grímulausa farþega

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Strætó í Lækjargötu, áður en grímuskyldan tók gildi.
Strætó í Lækjargötu, áður en grímuskyldan tók gildi. Vísir/Vilhelm

Grímuskyldan í strætisvögnum, sem taka mun gildi á morgun, kom flatt upp á starfsmenn Strætó bs., að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar upplýsingafulltrúa. Meðal hertra aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins er að tveggja metra reglan verður aftur skylda, þar sem ekki er hægt að tryggja hana skal fólk bera grímu. 

Heilbrigðisráðherra nefndi sérstaklega almenningssamgöngur í því samhengi á fréttamannafundi í morgun og munu farþegar strætó því þurfa að bera grímu frá og með hádegi á morgun. 

Aðspurður segir Guðmundur að Strætó muni ekki hafa tök á að útvega farþegum sínum grímur. Þeir þurfi því að útvega þær sjálfir. Fólk sem ekki ber grímu eftir hádegi á morgun verður þannig bannað að stíga fæti inn í strætisvagninn. 

Guðmundur segir að næsti sólarhringur verði nýttur í að útbúa kynningarefni vegna breytinganna, t.d. límmiða sem komið verður fyrir í vögnunum til að undirstrika grímskylduna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×