Ökumaður mótorhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann lenti í árekstri við sendiferðabíl á gatnamótum Stórhöfða og Breiðhöfða í Reykjavík nú í morgun.
Þetta staðfesti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu liggur ekki fyrir á þessari stundu hversu alvarleg meiðsli ökumannsins eru.