Grípa til forvarna til að koma í veg fyrir að veiran berist inn á Landspítalann Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júlí 2020 21:49 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Sjá meira