Það er sífellt að færast í aukanna að fólk birti hrekki á vefnum. TikTok er einn vettvangur þar sem slík myndbönd koma fram á hverjum degi.
Eitt slíkt myndband hefur heldur betur slegið í gegn og kemur frá konu að nafni Felicity þar sem hún hreinlega hræðir líftóruna úr sonum sínum.
Konan þykist hafa skorið af sér puttann og notaði hún gulrótarbita og rauðan matarlit í verkið. Þegar þessi grein er skrifuð hefur verið horft á myndbandið sjálft yfir fimmtíu milljón sinnum á Twitter.
Hér að neðan má sjá útkomuna.
— Best Videos 🎬🍿 (@30SECVlDEOS) July 29, 2020
Felicity er nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Þarna fengu drengir hennar að kenna á því.