Tekur að hvessa annað kvöld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 07:18 Veðrið í dag á að vera alveg bærilegt, hægur vindur og stöku skúrir. Vísir/Vilhelm Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Veðurstofan segir að frá og með aðfaranótt föstudags taki veður að versna, rétt fyrir mestu ferðahelgi ársins. „Það væri ansi gott að skoða veðurspár vel áður en haldið er af stað í ferðalög um verslunarmannahelgina,“ segir veðurfræðingur. Veðrið í dag og á morgun verður þolanlegt. Hæg breytileg átt í og stöku skúrir, en súld eða rigning framan af vestanlands. Veðurstofan segir að það muni þó létta dálítið til fyrir norðan þegar líður á daginn. Svipaða sögu sé jafnframt að segja af veðri morgundagsins. Það muni þó hvessa úr austri þegar líður á kvöldið, vindhraðinn verði á bilinu 8 til 13 m/s við næstum alla suðurströndina og einnig á annnesjum fyrir norðan. „Síðan fer að rigna aðfaranótt föstudagsins og hvessir enn frekar,“ segir veðurfræðingur. Vindhraðinn gæti þannig verið kominn yfir 20 m/s með suðurströndinni strax á föstudagsmorgun. Hviður geti náð allt að 25 m/s undir Eyjafjöllum og 35 m/s í Öræfum. Þá megi einnig gera ráð fyrir dálitlum norðaustanstreng á heiðum á leiðinni norður. „Norðlæg eða breytileg átt um helgina, þó ekki hæg, með áframhaldandi úrkomu í öllum landshlutum, þó helst hvað minnst á Norðausturlandi,“ segir veðurfræðingurinn áður en hann hvetur fólk til að huga vel að veðurspám fyrir helgina. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Hæg austlæg eða breytileg átt, en bætir smám saman í vind síðdegis, 8-13 syðst og á annesjum NA-til. Skýjað með köflum en þurrt að kalla og hiti 10 til 18 stig, en svalara í þokulofti við NA- og A-ströndina. Hvessir enn frekar um kvöldið og fer að rigna SA-til um nóttina. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-18 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um allt land, talsverð SA-til. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á S-lands. Á laugardag: Norðaustan kaldi eða strekkingur NV-til, annars hægari átt vindur, en víða strekkingur við A-ströndina. Rigning í flestum landshlutum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 15 stig, svalast NV-til. Á sunnudag: Norðan 8-15 vestast, en suðaustan 5-10 NA-til, en annars hægari breytileg átt. Rigning norðvestanlands, en annars lítilsháttar úrkoma. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á mánudag (frídagur verslunarmanna): Norðan gola eða stinningskladi, en dálítið hvassari á annnesjum vestanlands. Skýjað og dálítil rigning um mest allt norðanvert landið, en annars skýjað með köflum og skúrir. Hiti 7 til 15 stig, svalast við N- og A-ströndina. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og rigningu norðanlands, dálitlar skúrir suðaustantil, en bjart veður á Suðvesturlandi. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira