Segir aðdáendur Eurovision vilja heimsækja Húsavík næstu árin Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2020 23:23 Örlygur Hnefill Örlygsson hótelstjóri: Annar hver maður á Húsavík er orðinn vinur Pierce Brosnan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2: Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Húsvíkingar nýta sér nú nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell. Búið er að opna Jaja Ding Dong bar, setja upp álfabyggð og Eurovision-safn er í bígerð. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það var í október í fyrra sem fjölmennt kvikmyndatökulið nánast lagði undir sig Húsavík ásamt heimsfrægum kvikmyndastjörnum, Will Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan, til að gera kvikmynd um keppendur Íslands í Eurovision. Síðan myndin var frumsýnd í síðasta mánuði hafa Húsvíkingar fundið fyrir auknum áhuga á bænum. Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelstjóri Cape-hotel, segir menn merkja þetta á aukinni netumferð á heimasíður og „líkar við“ viðbrögðum. „Þannig að við sjáum að fólk er að leita að Húsavík mjög ört þessa dagana,“ segir Örlygur. Og þá er um að gera að grípa tækifærið. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ segir hótelstjórinn og segir myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu. Aðdáendur Eurovision, sem misstu af keppninni í ár, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Álfabær eins og birtist í kvikmyndinni er risinn við hótel Örlygs.Mynd/Rafnar, Cape Hotel Húsavík. Hann er búinn að opna Ja ja Ding Dong-bar eftir helsta laginu úr myndinni og búinn að setja upp litla álfabyggð við hótelið, eins og þá sem kemur við sögu í myndinni. Þá er hann kominn í viðræður við rétthafana EBU um að fá að setja upp Eurovision safn á Húsavík. Margir Húsvíkingar léku aukahlutverk í myndinni og ekki spillti að hitta heimsfræga leikara. „Þeir blönduðu svo mikið geði, sérstaklega Pierce Brosnan. Hann fór hérna um bæinn. Eiginlega annar hver maður er orðinn vinur Pierce Brosnan hér á Húsavík. Það er dálítið skemmtilegt.“ -Þetta var dálítið ævintýri fyrir Húsvikinga? „Heldur betur.“ Meira í frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00 Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Húsið sem Lars og Erik bjuggu í Eurovision-myndinni til sölu Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin. 22. júlí 2020 11:30
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22
Húsavík er Eurovisionbærinn með greini og stóru e-i Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri segir Húsvíkinga ætla að nota þann byr sem mynd Will Ferrels hefur skapað. 2. júlí 2020 07:00
Pierce Brosnan birtir mynd frá Íslandi af sér, Birni Stefáns og Will Ferrell Kvikmyndin, Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, verður frumsýnd þann 26. júní næstkomandi á Netflix, en þar verður Ísland sérstaklega áberandi enda aðalpersónur myndarinnar íslenskar. 24. júní 2020 11:30