Gáfu jákvæðar umsagnir um áfengissölu og styrktartónleika um verslunarmannahelgi Andri Eysteinsson skrifar 28. júlí 2020 21:47 Stefnt er að því að skemmta sér í Eyjum þrátt fyrir að Þjóðhátíð hafi verið blásin af. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Vestmannaeyjabær veitti í dag jákvæðar umsagnir við fimm umsóknum sem komu fyrir bæjarráð Vestmannaeyjabæjar í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu þúsundir manna flykkst til Vestmannaeyja um næstu helgi vegna Þjóðhátíðar sem haldin hefur verið um verslunarmannahelgi í áraraðir. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur hátíðinni verið aflýst en Eyjamenn eru hvergi að baki dottnir. Enn er búist við nokkrum fjölda til Eyja um næstu helgi og hefur lögreglan minnt á að reglum um fjöldatakmarkanir verði framfylgt þó að ekki verði af þjóðhátíð. Lagðar voru inn umsóknir um leyfi vegna áfengissölu, brennu og skemmtanahalds um næstu helgi. Vestmannaeyjabær veitti umsóknum Krárinnar ehf, 900 Grillhúss ehf. og the Brothers Brewery jákvæðar umsagnir en umsækjendur höfðu sótt um leyfi til sölu áfengis utandyra í tilefni Þjóðhátíðarhelgarinnar. Umsagnirnar eru veittar með fyrirvara um jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi eftirlitsaðila. Þá var veitt jákvæð umsögn um umsókn um leyfi til að halda stóra brennu við Fjósaklett á föstudaginn líkt og hefð hefur verið fyrir á Þjóðhátíð. Þá var einnig gefið grænt ljós á styrktartónleika til styrktar ÍBV frá klukkan 23:00 1. ágúst til 03:30 2. ágúst. Tekið er fram í umsókn að um sé að ræða tækifærisleyfi án sölu áfengis. Tónleikarnir munu fara fram á bílastæði bak við húsið við Strandveg 30. Á sama tíma hafa Almannavarnir og sóttvarnayfirvöld gefið út að til skoðunar sé hvort að herða þurfi gildandi samkomutakmarkanir og koma aftur á tveggja metra reglunni. Yfirvöld hafi áhyggjur af komandi helgi vegna ferðalaga landsmanna og hættu á dreifingu smits í samfélaginu. Fjórtán virk innanlandssmit eru í landinu en ekki hefur tekist að rekja tvö smit.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira