Strætó fjarlægir myndir af börnum sem voru teknar án leyfis foreldra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 12:30 Myndin hefur verið tekin út af Instagram reikningi Strætó vegna brota á persónuverndarlögum. Skjáskot/Instagram Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar. Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Strætó tók nú fyrir hádegi niður myndir af krökkum sem birtar voru á Instagram-síðu Strætó en ekki var haft samband við foreldra barnanna áður en myndirnar voru birtar. Foreldri barns sem birt var mynd af á Instagram reikningi Strætó segir ljóst að börn séu ekki óhult í strætóvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Strætó hóf herferð á samfélagsmiðlum sínum nú í vor sem ber yfirskriftina #fólkiðístrætó en sama herferð var í gangi árið 2017 að sögn Guðmundar H. Helgasonar, markaðs- og upplýsingafulltrúa Strætó. Þá hafi þess verið gætt að haft var samband við foreldra barna áður en myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum en ljóst sé að mistök hafi verið gerð að þessu sinni. „Starfsmaðurinn sem er í þessu núna hjá okkur hefur sennilega klikkað bara á því, ég held það sé ekkert flóknara en það. Hann hefur bara farið út með myndavélina, tekið myndir og viðtöl og ekkert endilega pælt í því meira. Þetta eru bara mistök af okkar hálfu. Við áttum auðvitað að hafa samband við foreldrana. Það er alveg rétt,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. „Við bara gerum betur“ Foreldri drengs sem birt var mynd af á Instagram hafði samband við fréttastofu og vakti athygli á málinu. Foreldrið áréttar að til þess að birta mynd af barni á samfélagsmiðli þurfi fyrirtækið að fá samþykki forráðamanns, sem hafi sannarlega ekki verið gert í þessu tilviki. Herferðin felst í því að teknar eru myndir af notendum Strætó þar sem þeir bíða eftir vagni á stoppistöð og stutt viðtal sem svo er birt á Instagram reikningi Strætó. Guðmundur segir að þetta verði nú áréttað við starfsmanninn sem sér um herferðina að það verði að hafa samband við foreldra. „Við bara gerum betur,“ segir Guðmundur. „Þetta er alveg rétt,“ segir Guðmundur. Þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Þetta eru mistök hjá sölu- og markaðsdeildinni.“ Myndunum verði því kippt niður þar sem þetta samræmist ekki persónuverndarlögum. „Við þurfum bara að kippa myndinni niður, við bara gerum það. Þetta er bara góð ábending og við hefðum átt að gera betur í þessu tilviki. Þegar við byrjuðum á þessu pössuðum við okkur á þessu en svo höfum við kannski bara dottið í smá kæruleysi þarna.“ Tvær aðrar myndir eru af börnum á Instagram-reikningi Strætó undir formerkjum herferðarinnar sem birtar voru á síðustu tveimur vikum. Ekki liggur fyrir hvort haft hafi verið samband við foreldra þeirra áður en myndirnar voru birtar.
Strætó Persónuvernd Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32 Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40 Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Ljósmæðrastrætóinn lagði af stað frá Spönginni Um götur bæjarins ekur nú strætisvagn skreyttur teikningum sem ætlað er að heiðra ljósmæður og þakka þeim fyrir sín störf. 24. júní 2020 21:32
Átök milli strætóbílstjóra og farþega Átök komu upp milli strætóbílstjóra og farþega klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi. Lögregla var kölluð á staðin og var rætt við báða aðila með réttarstöðu sakbornings. 17. júní 2020 07:40
Nýtt leiðanet Strætó í Hafnarfirði tekur gildi á morgun Nýtt leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði tekur gildi í á morgun, en þar munu leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 hætta akstri. 13. júní 2020 10:18
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“