Yfirmaður sóttvarna í Kína sprautaði sig með tilraunamótefni Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 08:48 Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína. AP/Mark Schiefelbein Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi. Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gao Fu, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Kína, CCDC, segist hafa verið sprautaður af tilraunamótefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Það segist Gao hafa gert til að sannfæra almenning um að það væri öruggt þegar umfangsmeiri tilraunir verða samþykktar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Gao ekki hvort hann hefði verið sprautaður af mótefninu vegna samþykktar tilraunar og hefur hann ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar. Fyrr í þessum mánuði voru stjórnendur og starfsmenn lyfjafyrirtækis í eigu ríkisins sprautaðir af tilraunamótefni, þrátt fyrir að tilraunir á mönnum hafi ekki verið samþykktar þá. Lyfjafyrirtæki um heim allan keppast nú um að framleiða mótefni við Covid-19. Slíkt yrði mikill sigur fyrir það ríki sem verður fyrst, bæði pólitískt séð og vísindalega. Þar að auki gæti það verið reynst ríkjunum vel, efnahagslega. Af þeim mótefnum sem þykja líklegust til að bera árangur koma minnst átta frá Kína. Samkvæmt AP eru þau rúmlega tuttugu og þar af átta frá Kína. Gao vildi ekki segja hvaða mótefni hann hefði verið sprautaður og sagðist hann ekki vilja líta út fyrir að ganga erinda einhverra sérstakra lyfjafyrirtækja. Gao hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í Kína og um heim allan vegna upprunalegra viðbragða CCDC á faraldri nýju kórónuveirunnar. AP segir hann hafa stigið úr sviðsljósinu í kjölfar faraldursins og að hann hafi ekki sést opinberlega í marga mánuði. Um 30 þúsund Bandaríkjamenn taka þátt í stærstu mótefnatilrauninni hingað til sem hófst í gær. Fólk víðsvegar um landið voru sprautuð af mótefni eða lyfleysu. Sú tilraun er á vegum National Institutes of Health og Moderna. Annað fyrirtæki, Pfizer, tilkynnti einnig að það væri að byrja eigin tilraun sem ætti að ná til 30 þúsund manna. Það eru þó nokkrir mánuðir þar til niðurstöður munu liggja fyrir. Í dag hafa um 16 og hálf milljón manna smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 650 þúsund manns hafa dáið. Þar af hafa nærri því 150 þúsund dáið í Bandaríkjunum, nærri því 90 þúsund í Brasilíu og rúmlega 45 þúsund í Bretlandi.
Kína Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent