Rólegir dagar í veðrinu fram að helgi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 06:51 Það ætti að viðra ágætlega til golfiðkunar næstu daga. Vísir/vilhelm Næstu dagar verða nokkuð rólegir veðurfarslega séð ef marka má spákort Veðurstofunnar. Búast má við einhverri bleytu í öllum landshlutum í dag og jafnframt má gera ráð fyrir hægviðri á landinu. Hvassast verður við suðurströndina síðdegis, þar sem blása mun úr vestri og vænta má vindhraða á bilinu 5 til 10 m/s. Þannig gerir Veðurstofan ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og úrkomulítið í dag en þykkni upp með dálítilli rigningu eða súld vestanlands í kvöld. Hiti verði á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Veðurfræðingur segir að það verði áfram hæglætisveður á morgun, skýjað með köflum og einhverjar minniháttar skúrir. Hitinn verði aftur á bilinu 8 til 18 stig og áfram hlýjast á Suðausturlandi. Því líti út fyrir „rólega daga í veðrinu fram að helgi,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Fram kom í fréttum okkar í gær að búast megi við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Hægviðri, skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Austan 3-10 m/s, hvassast syðst og á annesjum N-til. Skýjað með köflum, en þurrt og hiti 10 til 16 stig, en svalara í þokulofti við A-ströndina. Norðaustan strekkingur við SA-ströndina seint um kvöldið og fer að rigna. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-15 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um mest allt land, minnst vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning á suðaustanverðu landinu sem styttir upp síðdegis, en rigning og kalt veður á norðanverðu landinu, einkum Norðvesturlandi og Ströndum. Hiti 8 til 15 stig sunnan- og austantil, en 3 til 8 stig fyrir norðan. Á sunnudag: Snýst í vestlæga átt og styttir upp norðvestantil með deginum. Skýjað að mestu, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 14 stig. Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Næstu dagar verða nokkuð rólegir veðurfarslega séð ef marka má spákort Veðurstofunnar. Búast má við einhverri bleytu í öllum landshlutum í dag og jafnframt má gera ráð fyrir hægviðri á landinu. Hvassast verður við suðurströndina síðdegis, þar sem blása mun úr vestri og vænta má vindhraða á bilinu 5 til 10 m/s. Þannig gerir Veðurstofan ráð fyrir að það verði skýjað með köflum og úrkomulítið í dag en þykkni upp með dálítilli rigningu eða súld vestanlands í kvöld. Hiti verði á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Veðurfræðingur segir að það verði áfram hæglætisveður á morgun, skýjað með köflum og einhverjar minniháttar skúrir. Hitinn verði aftur á bilinu 8 til 18 stig og áfram hlýjast á Suðausturlandi. Því líti út fyrir „rólega daga í veðrinu fram að helgi,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Fram kom í fréttum okkar í gær að búast megi við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Hægviðri, skýjað að mestu og lítilsháttar væta í flestum landshlutum. Hiti 10 til 17stig yfir daginn, hlýjast á Suðausturlandi. Á fimmtudag: Austan 3-10 m/s, hvassast syðst og á annesjum N-til. Skýjað með köflum, en þurrt og hiti 10 til 16 stig, en svalara í þokulofti við A-ströndina. Norðaustan strekkingur við SA-ströndina seint um kvöldið og fer að rigna. Á föstudag: Austlæg átt 5-13 m/s, en 10-15 við SA-ströndina framan af degi, og rigning um mest allt land, minnst vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Vesturlandi. Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning á suðaustanverðu landinu sem styttir upp síðdegis, en rigning og kalt veður á norðanverðu landinu, einkum Norðvesturlandi og Ströndum. Hiti 8 til 15 stig sunnan- og austantil, en 3 til 8 stig fyrir norðan. Á sunnudag: Snýst í vestlæga átt og styttir upp norðvestantil með deginum. Skýjað að mestu, en úrkomulítið annars staðar. Hiti 8 til 14 stig.
Veður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira