Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Andri Eysteinsson skrifar 27. júlí 2020 19:09 Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum sínum 17. júlí. Hluti þeirra verður nú endurráðinn. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst. Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bogi segir þá að mikið tap félagsins sé ekki í takti við áætlanir en ánægjulegt sé að kjarasamningur Flugfreyjufélagsins hafi verið samþykktur. „Það er mjög ánægjulegt að samningurinn hafi verið samþykktur í dag og gríðarlega mikilvægt skref í þessu verkefni sem við erum í. Við erum að gera ráð fyrir að vera nú með 200 flugfreyjur og flugþjóna í ágúst – september. Síðan verðum við að sjá til hvernig veturinn lítur út hvað þetta varðar,“ sagði Bogi Nils. Uppgjör Icelandair Group fyrir annan ársfjórðung var birt í dag eftir lokun markaða en þar kom fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Bogi segir að tapið sé meira en gert hafi verið ráð fyrir. „Þetta er að sjálfsögðu ekki í takti við okkar áætlun fyrir árið í heild eins og við lögðum það upp í upphafi árs. Þetta er mun meira tap en við gerðum ráð fyrir en það er ákveðinn varnarsigur í þessu,“ sagði Bogi. Icelandair flaug eingöngu um 2-3% af áætlun sinni á tímabilinu en tekjur voru 15% af því sem þær voru í fyrra. Bogi segir að það hafi náðst með auknu fraktflugi og þakkar útsjónarsemi og sveigjanleika starfsfólks félagsins fyrir. Forstjórinn segir þá að auðvitað sé slæmt að félagið tapi jafn háum fjárhæðum og raun ber vitni. „Tekjubrestur hjá okkur og öðrum flugfélögum í farþegaflugi er næstum því algjör og þess vegna er staðan svona. Það jákvæða í þessu er að við höfum verið að byggja leiðakerfið upp aftur síðustu vikur og vonandi mun það halda áfram þó að óvissan sé enn mjög mikil,“ sagði Bogi. Mörg stór mál hafa verið á dagskrá Icelandair undanfarnar vikur og mánuði en eitt af þeim er væntanlegt hlutafjárútboð félagsins. Bogi segir að enn sé unnið að því að gera allt tilbúið fyrir það. „Það er ekki allt tilbúið. Við erum að vinna að því og það eru mörg verkefni í gangi,“ sagði Bogi og tók til dæmis samninga við lánardrottna sem unnið er að. Stefnt sé að útboðið fari fram í ágúst.
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira