Styrkur jarðhitagass í Múlakvísl geti farið yfir heilsumörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. júlí 2020 11:49 Jarðhitavatn sem kemur fram í Múlakvísl veldur aukinni rafleiðni í vatninu. Þá getur styrkur jarðhitagass farið yfir heilsuverndarmörk nálægt upptökum Múlakvíslar. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Jarðskjálfti 3,4 að stærð mældist í Mýrdalsjökli í morgunn. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í tvö ár. Náttúruvársérfræðingur varar við aukinni rafleiðni í Múlakvísl þar sem styrkur jarðhitagass getur farið yfir heilsuverndarmörk. Tveir jarðskjálftar urðu með stuttu millibili á áttunda tímanum í morgun um sex kílómetrum vestnorðvestur af Austmannsbungu í Mýrdalsjökli. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. „Sá fyrri var 2,8 og sá síðari 3,4. Svo í rauninni dregur mjög hratt úr þessari virkni, það koma nokkrir mjög litlir á eftir og svo hefur ekki meira gerst. En þessir skjálftar eru vestan við Austmannsbungu inni í Kötluöskjunni og þegar við skoðum virknina aftur í tímann þá er þetta alls ekki óvenjulegt að það mælist aukin skjálftavirkni á sumrin og síðsumars,“ segir Kristín. Síðari skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Mýrdalsjökli síðan 2. ágúst 2018 en sá var 3,7 að stærð. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem fann fyrir skjálftanum í morgun, meðal annars frá göngufólki á Fimmvörðuhálsi og þá fannst skjálftinn á Hvolsvelli. Kristín segir engin merki vera um gosóróa en ekki sé hægt að útiloka auknar líkur á hlaupi. „Það er ekki hægt að útiloka það að það geti komið fram meira vatn þarna undan jöklinum. En það er svo sem ekkert sem bendir til þess að neitt slíkt sé yfirvofandi núna,“ segir Kristín. „Það sem við sjáum samferða þessari virkni er að það er meira jarðhitavatn að koma fram í Múlakvísl og þetta veldur aukinni rafleiðni í vatninu sem við erum að mæla og einnig mælum við meira gas og það er kannski helst að benda fólki á það, sem er nálægt upptökum Múlakvíslar að ekki vera að staldra lengi við upptökin af því þar getur mengun og styrkur jarðhitagass farið yfir heilsumörk.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira