Spessi myndar fólk sem náði sér af kórónuveirunni Heimir Már Pétursson skrifar 26. júlí 2020 19:45 Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi. Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi vinnur þessa dagana að nýrri myndaröð af fólki sem hefur náð sér eftir að hafa veikst af kórónuveirunni. Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar hitti Spessa á dögunum. Spessi er öllum hnútum kunnur vestur á Ísafirði enda fæddur þar og uppalinn. Þar hefur hann áður unnið myndaraðir eins og Hetjur en nú er hann að mynda fólk sem hefur náð sér eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Fólk hefur tekið vel í ósk Spessa um að sitja fyrir. En hann segir myndirnar vera í anda þeirra mynda sem lögregla tekur af fólki.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson „Það gengur bara mjög vel. Fólk þekkir mig all flest og veit hvað ég geri. Þannig að það eru bara allir tilbúnir að koma í myndatöku,“ segir Spessi. Þetta verði einhvers konar skrásetningarmyndir í anda ljósmynda sem lögregla taki af fólki og fjöldi myndanna verði í oddatölu til að undirstrika að fleiri gætu bæst við. Spessi gerir gjarnan myndaraðir um fólk en hann hlaut þó mikla athygli fyrir bók sína Bensín á sínum tíma sem hafði að geyma myndir af nánast öllum bensínstöðvum landsins. „Ég er að vinna að nýrri sýningu sem er yfirlitssýning sem verður um miðjan janúar í ljósmyndasafni Þjóðminjasafnsins. Þeir eru að standa fyrir þessari sýningu og þá er þetta yfirlit yfir öll verk sem ég hef gert hingað til. Það kemur bók út í leiðinni sem fjallar um ferilinn frá því ég byrjaði að taka myndir. Ég held að fyrsta myndin sem ég tók sé frá því ég var tólf ára,“ segir Spessi.
Ljósmyndun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira