Stýra þurfti umferð þegar kviknaði í bíl rétt fyrir ofan golfskálann Hamar við Borgarnes nú rétt fyrir klukkan fjögur. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi tókst vel að slökkva eldinn í bílnum og er þess nú beðið að hann verði fjarlægður.
Tveir voru í bílnum þegar eldurinn kviknaði vegna tæknilegrar bilunar í fólksbílnum, báðir eru þeir heilir á húfi og alveg ómeiddir.
Stýra þurfti umferðinni á meðan á slökkvistarfi stóð en þung umferð er á svæðinu í báðar áttir.