Elvar í Litháen næstu tvö árin Sindri Sverrisson skrifar 26. júlí 2020 09:30 Elvar Már Friðriksson hefur samið við félag í Lithaén. vísir/s2s Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020 Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, sem varð Svíþjóðarmeistari í körfubolta með Borås á síðustu leiktíð, er orðinn leikmaður Siauliai í Litháen. Elvar, sem er 25 ára landsliðsmaður, skrifaði undir samning til tveggja ára við sitt nýja félag. Í þættinum Sportið í dag, í lok maí, sagðist Elvar reikna með að fara í stærri deild en þá sænsku og hafði þá heyrt af áhuga frá Þýskalandi og Belgíu. Nú hefur hann ákveðið að fara til Litháens þar sem gríðarlegur áhugi er á körfubolta. Eftir að hafa leikið með Barry-háskólanum í Bandaríkjunum hefur Elvar leikið í frönsku B-deildinni og fyrir uppeldisfélag sitt Njarðvík, og nú síðast Borås þar sem honum gekk allt í haginn. Siauliai varð í 8. sæti af tíu liðum í litháensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, en hún var styttri en ella líkt og sú sænska vegna kórónuveirufaraldursins. „Við erum ánægð með að hafa fundið okkar leikstjórnanda. Hann hefur góða yfirsýn á vellinum og það er engin tilviljun að hann átti flestar sendingar í sænsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann reynslu af því að spila í Evrópukeppni með landsliði. Hæfileikar hans falla mjög vel að okkar leikstíl svo við væntum þess að honum gangi vel í Litháen, og leikmaðurinn er sjálfur ánægður að fá að spila í liði undir stjórn [Antanas] Sireika,“ sagði Mindaugas Zukauskas, íþróttastjóri Siauliai. Sireika var landsliðsþjálfari Litháens þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2003 og náði 4. sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu ári síðar, auk þess að ná langt með liðið á fleiri stórmótum. Turnyras Palangoje jau yra istorija, tuo tarpu kurti savosios m s miest atvyksta Islandijos rinktin s gyn jas,...Posted by BC " iauliai" on Laugardagur, 25. júlí 2020
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05 Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30 Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“ Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild. 23. maí 2020 11:05
Elvar fékk óvænta viðurkenningu - Fagnaði ekki meistaratitlinum „Það var gaman að fá þessa viðurkenningu. Mér fannst þetta frekar óvænt,“ sagði Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur verið útnefndur bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni. 2. apríl 2020 19:30
Elvar Már og félagar krýndir sænskir meistarar eftir að tímabilinu var aflýst Sænska körfuboltasambandið og sænska handboltasambandið eru ekki alveg samstíga í aðgerðum sínum vegna kórónuveirunnar. 13. mars 2020 11:00