Covid-berinn grunaður um nauðgun í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 08:50 Kim Jong Un á neyðarfundi í gær. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins. Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur lýst yfir neyðarástandi og komið á útgöngubanni í bæ á landamærum Norður- og Suður-Kóreu eftir að ríkismiðlar sögðu frá því að maður sem laumaðist yfir landamæri ríkjanna sé grunaður um að hafa flutt nýju kórónuveiruna til landsins. Ef maðurinn er í raun smitaður yrði það fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 í Norður-Kóreu. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, segir manninn hafa flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum. Hann er sagður hafa snúið aftur þann 19. júlí. Herforingjaráð Suður-Kóreu segir miklar líkur á því að maður hafi laumað sér yfir landamærin og farið til Keasong í Norður-Kóreu. Verið sé að fara yfir upptökur úr myndavélum á landamærunum. Yonhap fréttaveitan segir yfirvöld hafa verið að leita 24 ára gamals manns frá Norður-Kóreu sem hafi flúið til Suður-Kóreu árið 2017. Hann er grunaður um að hafa nauðgað konu í síðasta mánuði en hún hafði einnig flúið frá Norður-Kóreu. Sá maður, sem gengur undir nafninu Kim, er sagður hafa synt til Suður-Kóreu á sínum tíma og er talið líklegt að hann hafi nú synt í hina áttina, í stað þess að lauma sér yfir landamærin, sem eru víggirt. Flóttamenn frá Norður-Kóreu hljóta þriggja mánaða endurmenntun og eftir það fylgist lögreglan með þeim í fimm ár. Það hefur þó reynst mjög erfitt sökum þess hve margir flóttamenn eru í Suður-Kóreu. Yfirlýsingin til marks um neyð Sérfræðingar segja merkilegt að yfirvöld í Norður-Kóreu hafi tilkynnt að grunur sé um smit í landinu. Einn sem Reuters ræddi við segir það mögulega til marks um að einræðisstjórn Kim sé að leita eftir aðstoð. Það að veiran hafi borist til Norður-Kóreu frá Suður-Kóreu geri honum kleift að taka við aðstoð frá nágrönnum sínum án þess að líta illa út í augum íbúa einræðisríkisins. Efnahagur Norður-Kóreu hefur beðið verulega hnekki vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem eru til komnar vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlana einræðisríkisins.
Norður-Kórea Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent