450.000 króna fegrunarstyrkir til bænda í Ásahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2020 19:30 Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Mikil ánægja er hjá bændum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu en hver sveitabær fær tæplega hálfa milljón í styrk frá sveitarfélaginu til að fegra umhverfi bæjarins í sumar. Það er alltaf gaman að koma í Ásahrepp og skoða sig um í sveitinni því þar er snyrtilegt og flestir bæir þannig til fyrirmyndar. Um 260 íbúar búa í hreppnum, sem er mjög vel stæður vegna tekna af virkjunum á hálendinu. Hreppsnefnd ákvað í vor að veita bændum og búaliði 450.000 króna fegrunarstyrk vegna sérstaks fegrunarátaks, sem hefur farið fram í sumar og stendur fram á haust. 70 lögbýli munu fá styrkinn, sem þýðir rúmlega 30 milljónir króna í útgjöld frá hreppnum. Ellisif M. Bjarnadóttir, sem er garðyrkjufræðingur og nemandi í landslagsarkitektúr við Landbúnaðarháskóla Íslands var ráðin til að stýra verkefninu. „Verkefnið gengur út á fegrun á því sem fyrir er, það eru t.d. margir að fá sér möl í hlaðið, bæta skýli í kringum ruslatunnur, mála húsin sín, bera viðarvörn á grindverk, pallasmíði og fleiri verkefni af ýmsum toga. Þetta verkefni er alveg til fyrirmyndar, maður dauðöfundar fólkið sem býr hérna,“ segir Ellisif, sem býr sjálf í Bláskógabyggð. Jónas bóndi í Kálfholti og fyrrverandi oddviti sveitarfélagsins, sem er hæstánægður með framtak Ásashrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ellisif hefur heimsótt 70 bæi í sumar sem fá allir styrkinn og veitt bændum ráðgjöf og tekið verkin út hjá þeim. „Það er virkilega skemmtilegt að allir íbúar sveitarfélagsins fái svona framtak. Önnur sveitarfélög mættu svo sannarlega taka Ásahrepp til fyrirmyndar fyrir löngu, hér er t.d. malbikað við alla bæi, upplýst með ljósastaurum við öll hús og búið leggja heitt vatn, en það hafa kannski ekki allir sömu aðstöðu og Ásahreppur,“ segir Jónas Jónsson, bóndí í Kálfholti. Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum tekur undir orð Jónasar. „Já, þetta er frábært framtak og hvetur til þessað maður geri snyrtilegt í kringum sig, það er mjög jákvætt. Við ætum að steypa stétt hérna fyrir framan húsið þannig að maður geti farið út og notið þess að vera út í sólinni og njóta íslenska sumarsins. Svo ætlum við að gera eldstæði líka þannig að það verði hægt að kveikja upp í arni hérna úti og hafa það huggulegt, kannski grilla,“ segir Hulda. Þegar fegrunarverkefni Ásahrepps lýkur í haust verður boðað til uppskeruhátíðar þar sem bændur og búalið munu fagna fallegri sveit. Ellisif og Hulda að spjalla saman um framkvæmdirnar sem eru að fara af stað á Tyrfingsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ásahreppur Landbúnaður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira