Pólland snýr baki við sáttmála um öryggi kvenna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2020 17:38 Konur klæddar búningum úr þáttunum Handmaid's Tale mótmæla því að Pólland skuli snúa baki við sáttmála um öryggi kvenna. Getty/Aleksander Kalka Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. Ástæða ákvörðunarinnar er að sögn ráðherrans sú að sáttmálinn segir til um að skólar þurfi að kenna börnum um kyngervi sem þyki „skaðlegt.“ Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði jafnframt að endurbætur á lögum landsins sem gerðar hafi verið á undanförnum árum tryggi öryggi kvenna nægilega. Þúsundir kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í fjölda borga í Póllandi. Ziobro sagði að landið muni formlega hefja ferlið við að snúa baki við sáttmálanum á mánudag en hann var samþykktur árið 2015. Þá sagði hann að sáttmálinn bryti á réttindum foreldra og í honum væri fólgin atriði sem væru „hugmyndafræðilegar í eðli sínu.“ Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti og stuðningsflokkar hans eru nátengdir kaþólsku kirkjunni og hefur ríkisstjórnin heitið því að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ verði gert hátt undir höfði. Þá hefur forseti landsins Andrzej Duda, sem var endurkjörinn fyrr í þessum mánuði, lýst réttindabaráttu hinseginfólks sem „hugmyndafræði sem er hættulegri en kommúnismis.“ Þúsundir, að miklum meirihluta konur, leituðu út á götur Varsjár í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Einn skipuleggjenda lýsti breytingunni sem tilraun til að gera heimilisofbeldi löglegt. Pólland Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Pólland hyggst snúa baki við sáttmála Evrópusambandsins um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum. Þetta tilkynnti dómsmálaráðherra Póllands í dag. Ástæða ákvörðunarinnar er að sögn ráðherrans sú að sáttmálinn segir til um að skólar þurfi að kenna börnum um kyngervi sem þyki „skaðlegt.“ Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, sagði jafnframt að endurbætur á lögum landsins sem gerðar hafi verið á undanförnum árum tryggi öryggi kvenna nægilega. Þúsundir kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í fjölda borga í Póllandi. Ziobro sagði að landið muni formlega hefja ferlið við að snúa baki við sáttmálanum á mánudag en hann var samþykktur árið 2015. Þá sagði hann að sáttmálinn bryti á réttindum foreldra og í honum væri fólgin atriði sem væru „hugmyndafræðilegar í eðli sínu.“ Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti og stuðningsflokkar hans eru nátengdir kaþólsku kirkjunni og hefur ríkisstjórnin heitið því að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ verði gert hátt undir höfði. Þá hefur forseti landsins Andrzej Duda, sem var endurkjörinn fyrr í þessum mánuði, lýst réttindabaráttu hinseginfólks sem „hugmyndafræði sem er hættulegri en kommúnismis.“ Þúsundir, að miklum meirihluta konur, leituðu út á götur Varsjár í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum. Einn skipuleggjenda lýsti breytingunni sem tilraun til að gera heimilisofbeldi löglegt.
Pólland Jafnréttismál Hinsegin Tengdar fréttir Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34 Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Segir Duda nýta sér hatur á hinsegin fólki „Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“ 13. júlí 2020 13:34
Telur ólíklegt að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Íhaldssamur þjóðernissinni, Andrzej Duda, vann sigur í forsetakosningum í Póllandi í gær með afar naumum meirihluta. Kosningarnar benda til að Pólverjar séu klofnir í tvær álíka stórar fylkingar sem greinir mjög á um framtíð landsins. 13. júlí 2020 21:00
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54