Efnahagsbatinn kom seðlabankastjóra á óvart Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 25. júlí 2020 15:23 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Of snemmt sé þó að segja til um framhaldið, mikið velti á árangri annarra þjóða í baráttunni við veiruna og þá ekki síst Bandaríkjanna, sem seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3 prósent og hefur ekki mælst svo há síðan í september í fyrra. Verðbólgan hefur því stígið yfir markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent en þrátt fyrir það telja greinendur að Seðlabankanum hafi gengið vel til að halda verðbólgu í skefjum síðastliðna mánuði þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eftir efnahagsdýfuna í vor við upphaf faraldursins með fækkun ferðamanna, atvinnuleysi og minni eftirspurn hafi viðsnúningurinn verið hraðari en hann óraði fyrir. „Við gripum til ákveðna aðgerða núna í vor, lækkuðum vexti, jukum lausafé í umferð og þær aðgerðir eiga eftir að skila sér miklu betur en ég sjálfur hafði áætlað. Við erum að sjá innlenda eftirspurn taka við sér, Íslendingar eru að ferðast um landið og eyða peningum. Að einhverju leiti horfurnar bjartari en við gerðum ráð fyrir, þannig að þeta er í sjálfu sér bara jákvætt,“ segir Ásgeir. Hagfræðingar Íslandsbanka telja þannig að íslenskur markaður standi sterkum stoðum og virðist hafa getu til þess að standa af sér núverandi kreppu án langvinns samdráttar í alþjóðlegum samanburði. Seðlabankastjóri segir að til framtíðar velti einmitt margt á velgengni annarra þjóða í baráttunni við veiruna. „Það er svo mikið sem veltur á öðrum þjóðum. Við þurfum að geta flutt út vörurnar okkar og alþjóðleg viðskipti þurfa að fara aftur af stað en við vitum ekki hvað haustið ber í skauti sér. Ég hef miklar áhyggjur af Bandaríkjunum, hvað þeir hafa í raun misst mikla stjórn á faraldrinum þar og líka hvernig gengur í heiminum yfir höfuð, það veldur manni áhyggjum að faraldurinn sé ekki genginn yfir,“ segir Ásgeir. „Við munum áfram sjá einhver vandamál honum tengd sem gætu haft áhrif á okkur þegar haustið kemur. Hvað varðar okkar aðgerðir hér í landinu er árangurinn mun betri en við höfðum búist við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Bandaríkin Efnahagsmál Tengdar fréttir Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir efnahagsbata Íslendinga eftir kórónuveirulægðina hafa verið meiri en hann gerði ráð fyrir. Of snemmt sé þó að segja til um framhaldið, mikið velti á árangri annarra þjóða í baráttunni við veiruna og þá ekki síst Bandaríkjanna, sem seðlabankastjóri segist hafa áhyggjur af. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3 prósent og hefur ekki mælst svo há síðan í september í fyrra. Verðbólgan hefur því stígið yfir markmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent en þrátt fyrir það telja greinendur að Seðlabankanum hafi gengið vel til að halda verðbólgu í skefjum síðastliðna mánuði þrátt fyrir mikla veikingu krónunnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að eftir efnahagsdýfuna í vor við upphaf faraldursins með fækkun ferðamanna, atvinnuleysi og minni eftirspurn hafi viðsnúningurinn verið hraðari en hann óraði fyrir. „Við gripum til ákveðna aðgerða núna í vor, lækkuðum vexti, jukum lausafé í umferð og þær aðgerðir eiga eftir að skila sér miklu betur en ég sjálfur hafði áætlað. Við erum að sjá innlenda eftirspurn taka við sér, Íslendingar eru að ferðast um landið og eyða peningum. Að einhverju leiti horfurnar bjartari en við gerðum ráð fyrir, þannig að þeta er í sjálfu sér bara jákvætt,“ segir Ásgeir. Hagfræðingar Íslandsbanka telja þannig að íslenskur markaður standi sterkum stoðum og virðist hafa getu til þess að standa af sér núverandi kreppu án langvinns samdráttar í alþjóðlegum samanburði. Seðlabankastjóri segir að til framtíðar velti einmitt margt á velgengni annarra þjóða í baráttunni við veiruna. „Það er svo mikið sem veltur á öðrum þjóðum. Við þurfum að geta flutt út vörurnar okkar og alþjóðleg viðskipti þurfa að fara aftur af stað en við vitum ekki hvað haustið ber í skauti sér. Ég hef miklar áhyggjur af Bandaríkjunum, hvað þeir hafa í raun misst mikla stjórn á faraldrinum þar og líka hvernig gengur í heiminum yfir höfuð, það veldur manni áhyggjum að faraldurinn sé ekki genginn yfir,“ segir Ásgeir. „Við munum áfram sjá einhver vandamál honum tengd sem gætu haft áhrif á okkur þegar haustið kemur. Hvað varðar okkar aðgerðir hér í landinu er árangurinn mun betri en við höfðum búist við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Bandaríkin Efnahagsmál Tengdar fréttir Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Undirliggjandi horfur krónunnar góðar Evran um tuttugu og fimm krónum dýrari nú en í byrjun janúar. Innfluttar vörur hafa hækkað í verði á meðan hagur útflytjenda vænkast. 16. júlí 2020 18:30
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50
Stýrivextir lækkaðir um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1%. 20. maí 2020 08:55