Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. júlí 2020 22:22 Lögin myndu setja setja samfélagsmiðlum verulegar skorður, yrði frumvarp til þeirra samþykkt. Muhammed Selim Korkutata/Getty Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn. Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og YouTube. Guardian greinir frá þessu. Frumvarpið felur í sér reglur sem kveða á um að samfélagsmiðlar með yfir eina milljón notenda þyrftu annað hvort að hafa formlega viðveru í Tyrklandi eða hafa fulltrúa frá sér í Tyrklandi, sem hægt yrði að draga til lagalegrar ábyrgðar gagnvart tyrkneskum stjórnvöldum. Þá þyrftu fyrirtækin eða fulltrúar þeirra að svara kvörtunum um efni sem bryti lög um persónuvernd innan 48 klukkustunda. Eins þyrftu alþjóðleg fyrirtæki í samfélagsmiðlarekstri að geyma gögn notenda sinna innan Tyrklands. Verði frumvarpið að veruleika geta tyrknesk stjórnvöld beitt þau fyrirtæki sem ekki myndu fylgja reglunum þungum sektum, auk þess sem þeim yrði heimilt að draga úr bandbreidd samfélagsmiðlanna um allt að 90 prósent. Yrði hið síðarnefnda gert myndi það í raun þýða að innan Tyrklands væri ekki hægt að nota samfélagsmiðilinn sem ætti í hlut. Eins myndi frumvarpið veita dómstólum heimild til þess að skikka vefmiðlum til þess að fjarlægja eða draga til baka birt efni innan sólarhrings frá birtingu. Drög að frumvarpinu voru samþykkt í dag en ekki liggur fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um það fer fram. Búist er við því að frumvarpið verði samþykkt en það nýtur stuðnings flokks Receps Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og samstarfsflokks hans í ríkisstjórn.
Tyrkland Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira