Segir mikla angist og hræðslu hafa fylgt því að missa sjónina fyrirvaralaust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 13:48 Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur. Vísir Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“ Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Svavar Guðmundsson missti sjónina á nokkrum dögum árið 2014 án nokkurs fyrirvara. Svavar var að kaupa sér hádegismat þegar hann hættir að sjá en kvöldið áður hafði hann verið í bumbubolta og fengið höfuðhögg. Hann segist hafa verið heppinn að hafa verið fullorðinn og að hafa fengið að ferðast og gera margt áður en sjónin fór. „Þetta gerist á virkum degi í september 2014 þar sem ég er í vinnunni minni niðri í Fákafeni. Ég hafði verið undir miklu álagi á þessum tíma og ákveð að fara á Tokyo Sushi í Glæsibæ, labba inn og kaupi mér einn sushibakka og svo þegar ég sest inn í bíl er eins og það dragi ský fyrir sólu,“ segir Svavar. Svavar segist hafa náð að keyra heim en hann bjó nokkuð stuttu frá. „Það var síðasta bílferðin mín [undir stýri] og ég borðaði aldrei þennan sushibakka.“ Á þremur eða fjórum dögum hafi 98 prósent af sjóninni farið. „Lengi vel, í marga mánuði eftir það, var ég með innan við tvö prósent sjón.“ Kvöldið áður hafði hann verið að spila bumbubolta og hafi lent í skallaeinvígi við félaga sinn. „Leik var hætt og ég fór heim til mín, kannski, væntanlega, með heilahristing,“ segir Svavar. Hann segist hafa hitt um 16 augnlækna hér á landi og að tveir eða þrír þeirra hafi talið að sjónleysið mætti rekja til höfuðhöggsins. Átta mánuðum eftir að sjónin fór fór Svavar í rannsókn sem leiddi það í ljós að hann er með erfðagalla í sjóntaug. „Kannski, við vitum ekki hvort höfuðhöggið hafi triggerað það, þó menn hafi haldið því fram.“ Svavar segir mikla angist og hræðslu fylgja því að missa sjónina svona snögglega. „Þetta er auðvitað svakaleg angist og hræðsla, sjálfsmyndin fer af því að maður speglar sig svo mikið í öðru fólki. Þú þekkir ekki neinn lengur og þarft að læra að ganga alveg upp á nýtt og rekur þig í öll horn og alla karma og allt.“ „Mér féllust hendur sérstaklega yfir hjálparleysinu, það tók mig óratíma að komast til augnlæknis, ég þurfti að sitja fyrir þeim því það var verkfall, það var lokað,“ segir Hann. Þá hafi tekið langan tíma að læra að ferðast um borgina en hann segir margt þurfa að bæta, meðal annars hljóðmerki fyrir blinda við gangbrautir. „Það eitt að læra að labba yfir götu og treysta á hljóðmerkin, það er nú ekki of mikið af þeim í þessari borg. Hún mætti taka sig verulega á hvað varðar aðgengi að hljóðmerkjum. Ég hef víða komið erlendis síðan þetta gerist og bara eins og á Spáni eru hljóðmerki við hverja einustu gangbraut.“
Bítið Félagsmál Skipulag Samgöngur Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira