Skógar brenna og hafís bráðnar í hitabylgunni í Síberíu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 13:34 Flugvélar voru notaðar til að sleppa vatni yfir elda sem brunnu í þjóðgarði í Burjatíu í sunnanverðri Síberíu fyrr í þessum mánuði. Þá var talið að logaði í um 910 hekturum lands á svæðinu. AP/Almannavarnir Rússlands Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á. Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Meðalhiti í Síberíu var tíu gráðum yfir meðallagi í hitabylgju í júní, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Hitinn hefur stuðlað að miklum skógareldum og bráðnun hafíss undan norðurskautsströnd Rússlands. Þaulsetið háþrýstisvæði hefur dælt hlýju lofti norður á bóginn til Síberíu í sumar. WMO segir að hlýindin nú gætu ekki hafa orðið svo mikil ef ekki væri fyrir loftslagsbreytingar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Stofnunin reynir enn að staðfesta að 38°C sem mældust í rússneska bænum Verkhojansk 20. júní sé mögulega hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hafísinn hefur sérstaklega látið undan síga frá því seint í júní og mælist útbreiðsla hans í Laptev- og Barentshafi sérstaklega lítil samkvæmt athugunum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Í rannsókn sem var birt fyrr í þessum mánuði á orsökum hitabylgjunnar var niðurstaðan að hnattrænar loftslagsbreytingar hafi gert hana að minnsta kosti 600 sinnum líklegri en ella. Óvenjuhlýtt hefur verið í Síberíu frá því í janúar og komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að slíkt hlýindatímabil ætti sér aðeins stað á um 80.000 ára fresti ef ekki væri fyrir áhrif manna á loftslagið. Óvenjulega hlýjar og þurrar aðstæður urðu til þess að gróðureldar kviknuðu óvenjusnemma á þessu ári. Meiriháttar olíuleki kom upp í bænum Norilsk fyrr í sumar þegar undirstöður tanks gáfu sig vegna bráðnandi sífrera sem þær stóðu á.
Rússland Loftslagsmál Hamfarahlýnun Tengdar fréttir Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. 7. júlí 2020 18:55
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31
Útiloka að jörðin bregðist lítt við losun gróðurhúsalofttegunda Mestar líkur er á því að hnattræn hlýnun fari umfram mörk Parísarsamkomulagsins haldi núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram segja vísindamenn sem hafa dregið úr óvissu um hversu næmt loftslag er fyrir inngripi manna. 23. júlí 2020 17:00