Íslenski boltinn

Júlí á­fram mar­traðar­mánuður fyrir Breiða­blik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Höskuldur í leiknum gegn HK í gær, sem Breiðablik tapaði 1-0.
Höskuldur í leiknum gegn HK í gær, sem Breiðablik tapaði 1-0. vísir/daníel

Breiðablik hefur náð í tvö stig af 27 mögulegum í leikjum liðsins í júlí síðustu tvö tímabil. Liðið hefur ekki unnið leik í níu tækifærum en fær eitt tækifæri í viðbót; gegn ÍA á sunnudaginn.

Gengi Breiðablik hefur verið afleitt í júlí síðustu tvö tímabil. Ágúst Gylfason náði ekki að vinna leik með Breiðablik í fjórum tilraunum í júlí á síðasta ári og ekki hefur gengið verið betra hjá Óskari Hrafni Þorvaldssyni í ár.

Breiðablik hefur spilað fimm leiki í júlí í ár. Liðið hefur einungis náð í tvö stig af fimmtán mögulegum; jafntefli gegn FH á heimavelli og KA á útivelli. Markatalan er mínus fjögur mörk (7-11).

Blikarnir fá þó eitt tækifæri í viðbót til þess að vinna leik í júlí því þeir mæta Skagamönnum á sunnudaginn sem hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Leikir Breiðabliks í júlí 2019:

1. júlí KR - Breiðablik 2-0

7. júlí Breiðablik - HK 1-2

22. júlí Breiðablik - Grindavík 0-0

29. júlí Víkingur - Breiðablik 3-2

Niðurstaðan: 1 stig af 12 mögulegum (markatalan 3-7)

Leikir Breiðabliks í júlí 2020:

5. júlí KA - Breiðablik 2-2

8. júlí Breiðablik - FH 3-3

13. júlí KR - Breiðablik 3-1

19. júlí Breiðablik - Valur 1-2

23. júlí HK - Breiðablik 1-0

26. júlí Breiðablik - ÍA ???

Niðurstaðan: 2 stig af 15 mögulegum (markatalan 7-11)

Samanlagt: 3 stig af 27 mögulegum (markatalan 10-18)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×