Huldufélag úr rannsóknarskýrslunni í 919 milljóna þrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2020 09:18 Ekkert fékkst upp í rúmlega 900 milljóna kröfur í þrotabú hrunfélagsins. Vísir/Vilhelm Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda. Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Félagið AB 76 ehf., sem meðal annars er minnst á í fjórða bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið, var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs. Gjaldþrotaskiptunum lauk á dögunum og fékkst ekkert upp í næstum 919 milljóna króna kröfur. Félagið var undir það síðasta í eigu 11 einstaklinga og eins félags. Stærstan hluta áttu Jón Gunnar Jónsson, Valur Kristinn Guðmundsson, Jón Halldórsson, Kristján Einarsson, Jón Gunnar Stefánsson og Halldór Haukur Jónsson, hver um sig átti 11,11 prósenta hlut. Í umfjöllun DV um félagið árið 2012 var það sagt „huldufélag“ - félag sem „sjaldan eða aldrei hefur verið minnst á opinberlega“ en skuldaði engu að síður milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Ab 76 ehf., sem stofnað var í mars 2007, var meðal þeirra félaga sem fékk háar fjárhæðir að láni til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum, næstum 3 milljarða. Við fall bankanna var AB 76 ehf. búið að selja öll hlutabréf sín í Kaupþingi að undanskildum 100.000 hlutum að nafnvirði. Einnig hafði félagið selt öll hlutabréf sín í Landsbankanum er bankarnir féllu. Rannsóknarskýrsla Alþingis, 4. bindi Samkvæmt síðasta ársreikningi félagið nam tap þess á árinu 2017 næstum 800 þúsund krónum og eigið fé í árslok var neikvætt um næstum 26 milljónir. Í sama ársreikningi Ab 76 ehf. segir stjórn þess að félagið hafi átt í deilum við Arion banka og Kaupþing frá árinu 2008. Stjórn AB 76 ehf. taldi að allar bankaskuldir hafi að fullu verið greiddar með reiðufé og skuldajöfnun, sem ekki var viðurkennd af Kaupþingi. Af þeim sökum hafi „engin eiginleg starfsemi verið í félaginu frá árinu 2008.“ Fjárhagsstaða félagsins sé því „mjög óljós og óviss og skýrist hún ekki fyrr en endanleg niðurstaða dómstóla liggur fyrir.“ Hæstiréttur dæmdi AB 76 ehf. í óhag í október 2018 og má ætla að sá dómur hafi riðið félaginu að fullu, ef marka má varnagla stjórnarinnar í fyrrnefndum ársreikningi. „Tapi félagið dómsmálinu þá er það hins vegar eignalaust og óvíst um fjárhæð skulda.
Gjaldþrot Íslenskir bankar Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira