Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­markið í Kópa­vogs­slagnum, mörkin sem skutu Val á toppinn og þrumu­fleygi Stjörnu­manna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli Arnarson vinnur einvígi gegn Höskuldi Gunnlaugssyni.
Atli Arnarson vinnur einvígi gegn Höskuldi Gunnlaugssyni. vísir/daníel

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi. Meðal annars vann HK Kópavogsslaginn og Valur skaut sér á toppinn.

Fyrsti leikur dagsins var leikur ÍA og Stjörnunnar sem lauk með 2-1 sigri Garðbæinga. Eyjólfur Héðinsson og Alex Þór Hauksson skoruðu fyrir Stjörnuna en Viktor Jónsson fyrir ÍA.

Á Origo-vellinum fór Valur á toppinn eftir 3-0 sigur á Fylki. Kristinn Freyr Sigurðsson, Sebastian Hedlund og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Vals.

Grótta og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á nesinu. Karl Friðleifur Gunnarsson kom Gróttu yfir á 2. mínútu en Atli Hrafn Andrason jafnaði á 55. mínútu.

HK vann svo Kópavogsslaginn með einu marki gegn engu en markið skoraði Birnir Snær Ingason. Þetta er fimmti leikurinn í röð sem Breiðablik tekst ekki að vinna.

Klippa: Grótta - Víkingur 1-1
Klippa: Valur - Fylkir 3-0
Klippa: ÍA - Stjarnan 1-2
Klippa: HK - Breiðablik 1-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×