Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 21:00 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá Landsbankanum. Stöð 2 Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur