Þjálfari Andra með hótanir: „Óvíst að hann héldi fingrinum“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júlí 2020 17:00 Sinisa Mihajlovic reifst við Gian Piero Gasperini á hliðarlínunni í gær. VÍSIR/GETTY Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic. Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Serbneska knattspyrnugoðsögnin Sinisa Mihaljovic, sem þjálfar Andra Fannar Baldursson hjá Bologna á Ítalíu, hafði í hótunum við þjálfara Atalanta eftir leik liðanna í gær. Mihajlovic og Gian Piero Gasperini, sem er með lið Atalanta í 2. sæti A-deildarinnar, áttu í miklu orðaskaki á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust. Atalanta vann leikinn 1-0 en Gasperini fékk að líta rauða spjaldið og Mihajlovic fékk áminningu. Andri Fannar var á varamannabekknum hjá Bologna allan leikinn og hefur því getað fylgst vel með látunum. Mihajlovic virtist sérstaklega argur yfir því að Gasperini skyldi hnýta í samstarfsmenn Mihajlovic: „Ef að ég á eitthvað vantalað við mennina á bekknum hjá honum þá tala ég við hann, og það ætti að vera gagnkvæmt. Ég líð það ekki að einhver hunsi mig og öskri á mitt starfslið á bekknum,“ sagði Mihajlovic. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk „Þarna var mér sýnd vanvirðing og svona á ekki að gera. Hann skal ekki dirfast að móðga mitt fólk. Annars verð ég reiður og þá verða vandræði. Ekki benda á bekkinn hjá mér. Beindi hann fingri að mér er óvíst að hann héldi honum. Nú þegar leikið er fyrir luktum dyrum þá heyrir maður allt, en ég fer ekki að bekknum hjá andstæðingunum og segi þeim að þegja. Ég ber ábyrgð á mínum bekk svo að ef að Gasperini þarf að segja eitthvað þá á hann að segja það við mig,“ sagði Mihajlovic. Bologna er með 43 stig í 10. sæti nú þegar liðið á þrjá leiki eftir í deildinni. „Það tók Atalanta fjögur ár undir stjórn þjálfara þeirra að komast í Evrópukeppni, svo við þurfum 2-3 ár í viðbót. Við getum ekki talið þetta ár með því ég var í burtu í 5-6 mánuði [eftir að hafa greinst með hvítblæði] og svo var öllu skellt í lás [vegna kórónuveirufaraldursins]. Engu að síður höfum við átt frábært tímabil og höfum verið að tala um baráttu um Evrópusæti en ekki fallbaráttu, svo við erum þegar farnir að hugsa öðruvísi,“ sagði Mihajlovic.
Ítalski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00 Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Atalanta heldur í vonina | Andri Fannar sat allan tímann á bekknum Atalanta vann Íslendingalið Bologna 1-0 í fyrri leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni og heldur þar með í vonina um að ná Juventus á toppi deildarinnar. 21. júlí 2020 20:00
Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar spilað m.a. gegn Napoli, AC Milan og Inter. 21. júlí 2020 08:00