Kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út í lok júní en í henni fara stórleikarnir Wil Ferrell, Rachel McAdams og Pierce Brosnan með aðalhlutverkin.
Kvikmyndin var að stórum hluta tekin upp hér á landi og þá aðallega á Húsavík.
Will Ferrell og Pierce Brosnan leika feðgana Lars og Erik og búa þeir saman í fallegu húsi á Húsavík. Nú er húsið sjálft komið á sölu en það stendur við Héðinsbraut 1.
Um er að ræða 127 fermetra hús sem skiptist í tvær hæðir og ris. Ásett verð er 24,5 milljónir en fasteignamat eignarinnar er 19,5 milljónir. Húsið var byggt árið 1903 en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





