Kínverjum skipað að loka ræðisskrifstofu í Houston Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 10:27 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kærði meinta kínverska njósnara fyrir tilraunir til að stela rannsóknum á bóluefni við Covid-19 og sakaði kínverska ríkið um að hafa aðstoðað þá. Í skipun um að kínversku ræðisskrifstofunni skyldi lokað var vísað til verndar á hugverkarétti Bandaríkjamanna. AP/Andrew Harnik Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur skipað kínverskum stjórnvöldum að loka ræðisskrifstofu sinni í Houston í Texas. Kínverjar segja ákvörðunina „pólitíska ögrun“ en bandarísk stjórnvöld segja hana tekna til þess að verja bandarísk hugverk. Aukin spenna hefur hlaupið í samskipti bandarískra og kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið, ekki síst í tengslum við viðskipti ríkjanna og kórónuveiruheimsfaraldurinn. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda um að koma á umdeildum öryggislögum í Hong Kong hefur ekki bætt úr skák. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sakaði Kína í gær um að hafa tölvuþrjóta á snærum sínum sem beina spjótum sínum að rannsóknastofum sem þróa bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Tveir kínverskir ríkisborgarar voru ákærðir fyrir njósnir og þjófnað. Eldar loguðu í ruslafötum á skrifstofunni Síðar í gær urðu sjónarvottar varir við eld í nokkrum ruslafötum í húsagarði kínversku ræðisskrifstofunnar í Houston. Þá sást til fólks henda skjölum á eldinn. Slökkvilið var kallað út en sagðist ekki hafa fengið aðgang að byggingunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Wang Wenbin,, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, lýsti ákvörðun Bandaríkjastjórnar sem „hneykslanlegri og tilhæfulausri“ og að hún væri í trássi við alþjóðalög. Ræðisskrifstofan í Houston er ein af fimm í Bandaríkjunum auk sendiráðsins í Washington-borg. Hvatti Wang Bandaríkjamenn að hugsa ráð sitt, ella þyrfti Kína að svara með hörðum gagnaðgerðum. Hann útskýrði ekki hvað gekk á í húsagarði ræðisskrifstofunnar í gær. Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Beijing íhugi nú að láta loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Wuhan til að gjalda líku líkt. Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði að það hefði skipað fyrir um lokun ræðisskrifstofunnar til að verja „bandarísk hugverk og bandaríska einkaupplýsingar“. Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að líða brot Kína gegn fullveldi landsins. Vísaði ráðuneytið til Vínarsáttmálans um að ríkjum beri skylda til að skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. 15. júlí 2020 20:56
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent