Sóttvarnastofnun Evrópu uppfærir íslensku tölurnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2020 08:56 Við lettnesk landamæri. Vísir/getty Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hefur uppfært tölfræði Íslands yfir kórónuveirusmit á vef sínum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu munu ríki sem sett höfðu Ísland á áhættulista uppfæra lista sína nú í vikunni til samræmis. Greint var frá því um helgina að heilbrigðisyfirvöld í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi og Lettlandi skikkuðu Íslendinga í fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins. Hið sama gildir um íslenska ferðalanga í Slóveníu. Þjóðirnar miðuðu við upplýsingar frá EDCD, þar sem Ísland var skráð með yfir 17 tilfelli veirunnar á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu fjórtán daga. Þar var þó ekki greint á milli virkra og gamalla smita, sem ekki þótti gefa rétta mynd af stöðunni hérlendis. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í gær að sóttvarnalæknir, sem og utanríkisráðuneytið, væru að beita sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í gær birtist jafnframt ný tölfræði yfir svokallað nýgengi smita á Covid.is, þ.e. virk smit síðastliðna 14 daga á hundrað þúsund íbúa. Í gær stóð sú tala í 1,91. Síðdegis í gær voru þessar tölur uppfærðar á vef ECDC og er Ísland nú skráð með nýgengið 2.0. Líkt og áður segir er viðbúið að Eistland, Lettland og Slóvenía aflétti sóttkvíarkvöðinni af íslenskum ferðalöngum í samræmi við uppfærðar tölur nú í vikunni, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Átta eru í einangrun með virk smit á Íslandi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Alls hafa átján virk smit sem rakin eru til útlanda greinst frá því að skimun hófst við landamærin 15. júní. Talsvert fleiri, eða 92, hafa greinst með gömul smit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira