Segja Kínverja hafa reynt að stela rannsóknum á bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 18:38 Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna. Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tvo kínverska karlmenn, þá Li Xiaoyu og Dong Jiazhi, fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja sem unnið hafa að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ráðuneytið telur þá meðal annars hafa unnið fyrir kínversk stjórnvöld. Samkvæmt ákærunni, sem spannar 11 ákæruliði, hófust tilraunir tvíeykisins til þess að brjótast inn í tölvukerfi fjölda tækni-, lyfja og varnarmálafyrirtækja fyrir meira en áratug síðan. Eins kemur þar fram að þeim hafi tekist að stela miklu magni gagna frá Bandaríkjunum, en einnig frá Ástralíu, Belgíu, Þýskalandi, Japan, Litáen, Hollandi, Spáni, Suður-Kóreu, Svíþjóð og Bretlandi. „Í að minnsta kosti eitt skipti reyndu hakkararnir að kúga rafmynt út úr fórnarlambi sínu, með því að hóta að birta frumkóða á hugverki viðkomandi á netinu. Mun nýlegar reyndu hinir ákærðu að finna veikleika á tölvukerfum fyrirtækja sem vinna að bóluefni gegn Covid-19, tækni við prófun og meðferð við sjúkdómnum,“ segir í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um málið. Gögn tengd bóluefninu eru þó ekki meðal þeirra gagna sem mennirnir eru taldir hafa komist yfir. Þá telur ráðuneytið að mennirnir hafi unnið fyrir leyniþjónustu Kínverja, og veitt henni upplýsingar. Mennirnir tveir eru ekki staddir í Bandaríkjunum og því ekki í haldi yfirvalda. Það var þó mat alríkissaksóknara að ólíklegt væri að mennirnir kæmu til með að stíga á Bandaríska grundu á næstunni. Því hafi dómsmálaráðuneytið tekið ákvörðun um að gefa ákæruna út opinberlega, í tilraun til þess að hún geti verið öðrum víti til varnaðar, frekar en að bíða þess að mennirnir kæmu til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Kína Tölvuárásir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira