Komu sér hjá því að rannsaka afskipti Rússa af breskum kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 21. júlí 2020 12:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á tali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, á ráðstefnu um málefni Líbíu í janúar. Ríkisstjórn hans er gagnrýnd fyrir að hafa tafið birtingu skýrslu um afskipti Rússlands af breskum kosningum. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin. Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Bresk stjórnvöld „forðuðust gagngert“ að rannsaka afskipti Rússa af þjóðaratkvæðagreiðslum um aðild Bretlands að Evrópusambandinu og sjálfstæði Skotlands samkvæmt nýrri þingmannaskýrslu um aðgerðir Rússa til að hafa áhrif á bresk stjórnmál. Skýrsluhöfundar kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við afskiptunum. Skýrslu þingmannanna um rússnesk afskipti hefur verið beðið lengi. Boris Johnson forsætisráðherra var sakaður um að beita sér til að koma í veg fyrir birtingu hennar fyrir þingkosningar í vetur en hann hafnar því. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um upplýsingafals Rússa, tölvuárásir og rússneska borgara í Bretlandi. Telja skýrsluhöfundar að Bretlands sé eitt helsta skotmark rússneskra stjórnvalda. Kusu þeir að birta ekki nákvæmar upplýsingar um afskiptin af ótta við að Rússar gætu notfært sér þær til þess að ógna Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó að skýrslan sé að nafninu til um afskipti Rússa beina þingmennirnir sem tóku hana saman spjótum sínum fyrst og fremst að breskum stjórnvöldum sjálfum sem þeir telja hafa brugðist algerlega í að taka á aðgerðum Rússa. Kevan Jones, einn skýrsluhöfunda, gagnrýndi bresku ríkisstjórnina fyrir að hafa tafið birtingu skýrslunnar þegar hún var kynnt í dag. Engin gild ástæða hafi verið fyrir töfunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra, hvatti Rússa til að hætta afskiptum sínum í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, afskrifaði skýrsluna sem „Rússafælni“ í dag. Talsmaður stjórnvalda í Kreml fullyrti að þau skiptu sér ekki af kosningum í öðrum ríkjum. Rannsökuðu ekki því þeir vildu ekki vita Tilraunir Rússa til að dreifa fölskum upplýsingum og ala á sundrung í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslnanna umdeildu urðu að „heitri kartöflu“ innan stjórnkerfisins. Engin ríkisstofnun, þar á meðal leyniþjónustan, hafi viljað snerta á því. Enginn hafi vitað hvort Rússar hafi reynt að hafa áhrif á Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna „því þeir vildu ekki vitað það“, sagði Stewart Hosie, einn þingmannanna sem sat í nefndinni sem tók skýrsluna saman. „Það hefði átt að leggja mat á afskipti Rússlands af þjóðaratkvæðagreiðslunni um ESB og það verður að gera það núna og almenningur verður að fá niðurstöður þess mats,“ sagði Hosie ennfremur. Vísaði þingmannanefndin til þess að trúverðugar frásagnir væru einnig til staðar af því að Rússar hefðu reynt að blanda sér inn í þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014. Í víðara samhengi gagnrýna þingmennirnir að bresk stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að bregðast við innstreymi rússneskra fjármuna og áhrifa í Bretlandi um árabil. Þannig telja nefndarmenn að rússneskir auðkýfingar hafi lengi misnotað svonefnt landvistarleyfi fyrir fjárfesta. „Bretland tók rússneskum peningum fagnandi og fárra spurninga, ef einhverra, var spurt um uppruna þessara umtalsverðu fjármuna,“ segir í skýrslunni. Sundrung hefur ríkt í breskum stjórnmálum og samfélagi undanfarin ár, ekki síst í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildina að Evrópusambandinu árið 2016.Vísir/EPA Telja sig hagnast á að koma höggi á vestræn ríki Rússar hafa áður verið sakaðir um að reyna að hafa áhrif á kosningar í vestrænum ríkjum. Bandaríska leyniþjónustan telur þannig að Vladímír Pútín forseti hafi skipað fyrir um umfangsmikla samfélagsmiðlaherferð og tölvuárásir til þess að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa Donald Trump að ná kjöri. Í bresku skýrslunni telja þingmennirnir að með afskiptum sínum vaki fyrir Rússum að skapa þá ímynd af sér að þeir séu stórveldi á uppleið. Þeir telji það bæta hag sinn að koma höggi á vestræn ríki. Líklegt sé að Rússar beini spjótum sínum sérstaklega að Bretlandi vegna náinna tengsla þess við Bandaríkin.
Bretland Rússland Brexit Skotland Tengdar fréttir Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58 Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12 „Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Segja Rússa hafa haft afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði. 20. júlí 2020 22:58
Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónusta Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafnað ásökununum. 16. júlí 2020 16:12
„Nær öruggt“ að Rússar hafi reynt að skipta sér af kosningum á Bretlandi Utanríkisráðherra Bretlands segir „nær öruggt“ að útsendarar Rússlands hafi reynt að hafa afskipti af þingkosningunum þar í landi í fyrra með opinberum skjölum sem þeir komust yfir á ólöglegan hátt. 16. júlí 2020 12:59