Segir að Pearson hafi ekki gengið í skrokk á neinum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 10:00 Troy Deeney er fyrirliði Watford sem er rær lífróður í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, blæs á sögusagnir um að handalögmál hafi átt sér stað í búningsklefa Watford í hálfleik er liðið mætti West Ham á föstudaginn. Watford tapaði leiknum 3-1 og sögusagnir bárust af því að Nigel Pearson, þáverandi stjóri liðsins, hafi látið leikmennina heldur betur heyra það og rúmlega það í leikhléinu. Hann hafi gengið það langt að hann hafi slegist við einhverja leikmenn liðsins en Deeney segir það algjört bull. „Stjórinn lagði ekki hendur á neinn. Hann var svekktur og var heitur er hann talaði við okkur,“ sagði Deeney. „Enginn var að slást, enginn var laminn. Það voru engin handalögmál.“ "No-one was fighting, no-one was punched."Watford captain Troy Deeney has denied reports of a fight in the Hornets' dressing room during half-time in Friday's 3-1 defeat at West Ham.Full story https://t.co/rlEwYGL7rS #bbcfootball pic.twitter.com/uzUWzBwCov— BBC Sport (@BBCSport) July 21, 2020 Á sunnudaginn kom það svo í ljós að Watford væri búið að reka Pearson úr starfi og er hann því þriðji þjálfarinn sem fær rauða spjaldið frá Watford á leiktíðinni. „Þú kemur að þeim tímapunkti í fótboltanum þar sem þú ert ekki hissa lengur en ég myndi þó segja að þetta hafi kom mér á óvart og skellti mér niður á jörðina.“ Einnig bárust sögusagnir af því að fyrirliðinn Deeney vildi velja hverjir myndu spila en það segir hann einnig að sé algjör þvæla. „Troy [Deeney] mun ekki velja liðið því ég hef einnig lesið það. Ég er víst spilandi þjálfari.“ Unglingaþjálfarinn Hayden Mullins og markmannsþjálfarinn Graham Stack munu stýra Watford í síðustu tveimur leikjunum en þeir mæta City á útivelli í kvöld áður en Arsenal bíður í lokaumferðinni um helgina. „Við þurfum að virða þessa ákvörðun og leggja allt okkar traust á Hayden og Stacky sem eru góðir menn.“ Watford er þremur stigum á undan Aston Villa, sem er í fallsæti, og geta þar af leiðandi fellt Villa í kvöld, nái þeir stigi gegn City.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira