Löppin blá og marin: „Þetta var glórulaus tækling“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2020 14:04 Hulda Hrund Arnarsdóttir fékk vænt högg á fótinn í leik gegn Val í síðustu viku. mynd/samsett „Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“ Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Þetta var glórulaus tækling,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður Fylkis, sem birti í gær myndskeið af afar illa útlítandi löpp sinni eftir að hún meiddist í leik gegn Íslandsmeisturum Vals síðasta miðvikudag. Hún er mjög ósátt við viðbrögð dómara leiksins við brotinu. Þetta var bara boltinn - PepsiMax dómari pic.twitter.com/ELyE6tUsAJ— hulda.arnars8 (@huldaarnars8) July 19, 2020 Hulda fékk aukaspyrnu, eftir tæklingu Málfríðar Önnu Eiríksdóttur, en furðar sig á því að Málfríður skyldi ekki fá að minnsta kosti gult spjald. Tæklinguna má sjá hér að neðan. Hulda hefur ekki getað æft sem skyldi síðustu daga en vonast til að geta spilað með Fylki gegn Stjörnunni í kvöld. Valskonur höfðu misst hægri bakvörðinn Elísu Viðarsdóttur af velli með rautt spjald strax á 2. mínútu leiksins á miðvikudag. Málfríður kom svo inn á á 22. mínútu, eftir að Fylkir hafði komist í 1-0, til að taka við hægri bakvarðarstöðunni. Hulda er eins og fyrr segir afar ósátt við tæklinguna frá henni, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Hulda meiddist gegn Val „Ég fékk sendingu út á kant, boltinn fór aðeins frá mér svo ég teygði mig í hann en þá kom hin gellan með sólann á undan. Ég fékk aukaspyrnuna en hún fékk ekkert spjald, og dómarinn sagði að þetta hefði eiginlega bara verið boltinn (sem hún tæklaði í) en það sést alla vega greinilega eftir á að hún fór nú líka í mig. Síðan í seinni hálfleik tæklaði ég, og þá sagði hann að þetta hefði verið alveg eins og þegar brotið var á mér, sem var greinilega ekki. Mér fannst því að maður ætti aðeins að skjóta á þessa Pepsi Max-dómara,“ segir Hulda við Vísi, óánægð með störf dómarans Gunnþórs Steinars Jónssonar. Heyrði Valsstelpurnar kalla: „Þú skuldar okkur“ „Þetta var frekar grófur leikur og mér fannst að dómarinn hefði getað vera betri og í betri takti við leikinn. Hann gaf þeim þetta rauða spjald í byrjun og eftir það fannst mér eins og að dómarinn vildi alltaf gefa þeim sénsinn, því hann væri búinn að gefa þeim rautt. Maður heyrði í Valsstelpunum kalla „þú skuldar okkur“ og eitthvað svoleiðis, og það virtist komast aðeins í hausinn á honum. Þetta var ógeðslega vont fyrst, og á meðan að maður lá í jörðinni heyrði maður áhorfendur og fleiri öskra að þetta hefði bara verið „boltinn“ – að það væri fáránlegt að dæma á þetta. Það pirraði mig, og svo fór það ennþá meira í taugarnar á mér þegar dómarinn sagði að þetta væri ekki spjald. Þetta var glórulaus tækling, líka því að það var alveg að koma hálfleikur, en ég fékk bara verkjatöflur í hálfleik og kælingu. Áverkinn kom á sköflunginn, sem sýnir að fóturinn hennar var ekkert á jörðinni. Ef að fóturinn fer fyrir ofan boltann þá er það bara spjald,“ segir Hulda. „Látum reyna á þetta í kvöld“ Hulda lék fram á 86. mínútu en fann vel fyrir meiðslunum daginn eftir og hefur ekki getað æft sem skyldi: „Ég náði aðeins að hlaupa í gær en má eiginlega ekkert senda boltann með vinstri. Það er heppilegt að þetta hafi verið vinstri fótur en ekki hægri. Við látum reyna á þetta í kvöld. Ég er að vinna á knattspyrnunámskeiði og daginn eftir þetta, þegar ég átti að vera að labba um og hjálpa krökkunum, þá gat ég það bara ekki. Það var ógeðslega sárt. En síðan hef ég hugsað vel um þetta,“ segir Hulda, en leikur Fylkis og Stjörnunnar hefst kl. 19.15 í Árbæ. Fylkiskonur, sem urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur, hafa ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar – unnið tvo en gert tvö jafntefli. Þær féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 1-0 tap gegn Breiðabliki, þar sem Hulda segir dómgæsluna ekki heldur hafa verið til fyrirmyndar þar sem Fylkiskonur hafi til að mynda verið hlunnfarnar um víti. „Að koma úr tveggja vikna sóttkví í leiki gegn Breiðabliki og Val er alveg erfitt, svo ég myndi segja að við höfum komið vel út úr þessu og sýnt hvað við getum.“
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Íslenski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira