Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2020 22:41 Gamla Hvítárbrúin er núna komin með malbikstengingu. Sópari frá Borgarverki sópar lausamöl af nýja slitlaginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira