Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2020 22:41 Gamla Hvítárbrúin er núna komin með malbikstengingu. Sópari frá Borgarverki sópar lausamöl af nýja slitlaginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira