Slitlag lagt á gamla hringveginn milli Hvanneyrar og Hvítárbrúar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2020 22:41 Gamla Hvítárbrúin er núna komin með malbikstengingu. Sópari frá Borgarverki sópar lausamöl af nýja slitlaginu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Brú, sem margir telja þá fegurstu á Íslandi, gamla Hvítárbrúin í Borgarfirði, hefur núna loksins verið tengd malbiki og um leið losna vegfarendur við holóttan sveitaveg sem í gamla daga hafði þann sess að vera hluti hringvegarins. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Malbikið náði bara að afleggjaranum að Hvanneyri en áður en Borgarfjarðarbrúin var opnuð árið 1981 var þetta hluti hringvegarins um Borgarfjörð. En svo missti vegarkaflinn þetta mikilvega hlutverk sitt og varð í staðinn innansveitarvegur og sem slíkur þjónar hann meðal annars því sögufræga stórbýli Hvítárvöllum. Vegurinn heitir núna Grímarsstaðavegur í bókum Vegagerðarinnar. Bærinn Hvítárvellir á vinstri hönd.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. En núna er búið er að endurbyggja þennan sex kílómetra kafla, taka af blindhæðir og rúna verstu beygjurnar og leggja á hann slitlag alla leið að gömlu Hvítárbrúnni. Starfsmenn Borgarverks hófu verkið síðastliðið haust og eru núna á lokametrunum, eiga bara eftir seinna lagið af klæðningu. Þeir finna fyrir ánægju Borgfirðinga með vegabæturnar. „Enda var þetta vegur sem var orðinn mjög lélegur, holóttur og erfitt að halda við. Þetta er bylting fyrir þá sem þurfa að nota veginn,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sem tók að sér verkið fyrir 95 milljónir króna sem lægstbjóðandi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 103 milljónir króna. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Bærinn Ferjukot handan Hvítár sést í baksýn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. -Þetta var nú einu sinni aðalvegurinn. „Já, já. Þar sem við stöndum núna var Hvítárvallaskáli, aðaláningarstaðurinn á leiðinni til Reykjavíkur.“ -Og bara fyrir nærri 40 árum, þá var þetta þjóðbrautin norður í land og vestur um land. „Já. Og þetta aðalbrúin.“ Hvítárbrúin er orðin 92 ára gömul og kannski kominn tími til að hún verði heiðruð með almennilegri vegtengingu en áður var búið að setja slitlag á örstuttan kafla við brúarsporðinn Ferjukotsmegin. „Þetta er náttúrlega fallegasta brú landsins og á fallegasta svæði landsins,“ segir Borgfirðingurinn Óskar Sigvaldason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Borgarbyggð Fornminjar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira