Pílagrímar gengu 120 kílómetra leið í Skálholt á Skálholtshátíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2020 19:30 Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt. Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Skálholtshátíð lauk í dag með hátíðarmessum í kirkjunni og þegar pílagrímar komu gangandi til messu en þeir sem gengu lengst gengu 120 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði í Skálholt. Þetta var tíunda árið í röð sem pílagrímsganga er gengin í tengslum við Skálholtshátíð. Margir tóku þátt í göngunni núna, sem tókst prýðisvel. Elínborg Sturludóttir, prestur í dómkirkjunni leiddi gönguna en hún ásamt nokkrum öðrum gengu lengst, eða 160 kílómetra frá Bæ í Borgarfirði og í Skálholt. Skálholtshátíð er haldin ár hvert sem næst Þorláksmessu á sumar sem er 20. júlí og helguð minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er Skálholtshátíð og hvers konar hátíð er það? „Það er stóra hátíðin í Skálholdsumdæmi, umdæmið er stórt, allt Ísland nema Norður og Austurland. Hátíðni er haldin á hverju ári nálægt Þorláksmessu á sumri, sem er 20. júlí og það rekur sig aftur til 1198 þannig að þetta er dálítið gamalt,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. Kristján Björnsson, Skálholtsbiskup var glaður í bragði í dag enda lék veðrið við gesti Skálholtshátíðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fjölmargir prestar tóku þátt í hátíðarmessunni með allskonar innleggi og Skálholtskórinn söng undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Biskup Íslands tók að sjálfsögðu líka þátt í messunni. En hvernig er staðan á íslensku þjóðinni í dag að mati Kristjáns varðandi trúnna, erum við alltaf að verða meira og meira trúuð eða erum við að verða meiri trúleysingjar? „Það er eitt í því, það hefur reynt á trúnna í faraldrinum og jafnvel í einsemdinni og samstöðunni og þar hafa menn ekki misst vonar, það er svo gríðarlega mikilvægt.“ Frú Agnes M. Sigurðardóttir , biskup Íslands í Skálholti í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Í aðdraganda hátíðarinnar eru alltaf farnar pílagrímagöngur allt frá Bæ í Borgarfirði, frá Þingvöllum og frá Bræðratungukirkju og var sú síðastnefnda vera helguð Ragnheiði Brynjólfsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var vegalengdin sem hópurinn gekk sögð 160 kílómetrar. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira