Bókhaldsbrellur með þorsk Örn Pálsson skrifar 19. júlí 2020 16:16 Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum RÚV sl. fimmtudag 16. júlí sagði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Ég hef ítrekað sagt að ef það er svigrúm þar þá munum við nýta það í þágu strandveiðanna.“ Fyrr í viðtalinu hafði komið fram hjá ráðherra: „Varðandi framhaldið þá er ráðuneytið mitt núna í þessum töluðu orðum að taka saman hvort það séu lausar aflaheimildir í öðrum pottum innan 5,3 prósenta kerfisins. Ég vonast eftir því að við getum lokið þessu innan tíðar,“. Stóra samhengið Landssamband smábátaeigenda (LS) er þeirrar skoðunar að yfirvofandi stöðvun strandveiða í fyrstu viku ágústmánaðar snúist ekki um hvort tekist hafi að afla þorskveiðiheimilda inn í 5,3% pottinn í skiptum fyrir aðrar tegundir. Það er deginum ljósara að ráðherra er heimilt að auka við þorskveiðiheimildir til strandveiða. Stóra samhengið hlýtur að snúast um það hvort farið er umfram leyfilegan heildarafla í þorski á fiskveiðiárinu, en ekki að setja upp einhverjar bókhaldsbrellur til útreikninga. Um miðjan maí gerði ráðherra breytingu á ákvæði reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni. Þar ákvað hann að útgerðum yrði heimilað að flytja 25% úthlutaðs aflamarks yfir á næsta fiskveiðiár í stað 15% eins og reglur hafa kveðið á um. LS hafði óskað eftir þessari breytingu þann 23. mars vegna óvissu um verð og sölu afla vegna áhrifa frá Covid-19. Svigrúm til aukningar Greinilegt er að útgerðir hafa nýtt sér heimildina með því að hægja á veiðum og freista þess að auka verðmæti veiðiheimildanna. Samanburður milli fiskveiðiára til og með 15. júlí sýnir að í ár á eftir að veiða 12% af leyfilegum heildarafla í þorski en 9% á sama tíma í fyrra, mismunur upp á 9.555 tonn. Tölurnar sýna að auknar heimildir til flutnings milli ára hafa gefið ráðherra gott svigrúm til að auka þorskafla til strandveiða. Það er í raun með ólíkindum að berjast þurfi fyrir svo sjálfsögðum hlut í því ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Beðið eftir ákvörðun ráðherra Sjómenn 650 báta bíða nú ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um það hvort þeir verði að binda og hætta veiðum í byrjun næsta mánaðar eða verði heimilt að nýta strandveiðileyfið til ágústloka eins og það er stílað á. Ákvörðun þessa efnis er hjá sjávarútvegsráðherra. Veiðiheimildirnar eru í hendi ráðherra sem á þessum tímapunkti verða best nýttar með veiðum strandveiðibáta til ágústloka. Höfundur er framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar