John Lewis látinn Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 08:25 John Lewis var 80 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Getty John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi. Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira
John Lewis, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins og einn þekktasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, er látinn. Lewis var áttræður þegar hann lést. Lewis tók þátt í frelsisgöngunni í Washington-borg þann 28. ágúst árið 1963 þar sem hundruð þúsunda söfnuðust saman við Lincoln-minnisvarðann til þess að krefjast borgaralegra- og efnahagslegra réttinda fyrir svart fólk í Bandaríkjunum. Var hann á meðal þeirra sem tók þátt í að skipuleggja þessa sögulegu göngu og var síðasti eftirlifandi ræðumaðurinn sem ávarpaði gönguna árið 1963. Þingmaðurinn hafði greinst með fjórða stigs krabbamein í brisi á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla þegar greint var frá greiningunni sagðist hann aldrei hafa horft fram á slíka baráttu áður. „Ég hef alltaf verið í einhverskonar baráttu – fyrir frelsi, jafnfrétti, grundvallarmannréttindum, næstum því allt mitt líf,“ sagði þingmaðurinn. „Ég hef aldrei horft fram á samskonar baráttu og núna.“ Lewis fékk frelsisorðuna í forsetatíð Barack Obama.Vísir/Getty Lewis hafði setið í fulltrúadeildinni frá árinu 1987 og var hátt settur innan Demókrataflokksins. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, minnist hans á vefsíðu sinni þar sem hún segir hann hafa verið dýrkaðan og dáðan af öllum sem störfuðu með honum, sama hvaða flokki þeir tilheyrðu. „Hver einasti dagur í lífi John Lewis var tileinkaður því að færa öllum frelsi og réttlæti,“ skrifaði Pelosi.
Andlát Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Sjá meira