Sundfélag Hafnarfjarðar bætti í dag fimm ára gamalt Íslandsmet er sveitin synti á 1:48,34 í 4x50 metra blönduðu fjórsundi.
Fyrsti keppnisdagur Íslandsmótsins í sundi fór fram í dag þar sem tvö met var felld.
Sveit SH í fjórsundinu skipuðu þau Steingerður Hauksdóttir, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Anton Sveinn Mckee og Dadó Fenrir Jasmínuson.
Dadó Fenrir var einnig hluti af SH-liðinu sem átti metið frá 2015 en það var 1:51,33 svo bætingin var umtalsverð.
Þá setti Róbert Ísak Jónsson úr SH Íslandsmet í 100m flugsundi í flokknum S14. Hann synti á tímanum 59,09.
Erlendir keppendur voru mættir á mótið en þó hafði sundfólkið okkar betur í all flestum greinunum. Öll úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.