Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. júlí 2020 16:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54